Airwaves ,,helgin” mín var ekkert smá vel heppnuð og skemmti ég mér konunglega í góðum hópi af vinum. Komu mjög flottir tónlistarmenn sem gaman var að sjá, suma hef ég séð áður og aðra var ég að sjá í fyrsta skiptið.
Náði ég að sjá alla sem mig langaði til að sjá og stóðu konurnar í CYBER upp úr að mínu mati, ótrúlega flottar með virkilega gott vibe.
Síðan voru tónleikarnir hjá Aron Can ekkert smá skemmtilegir og það sama má segja um Birni, Jói Pé og Króli voru heldur ekkert síðri.
Verst er að ég verði ekki á Íslandi að ári, næst þegar airwaves er – annars væri ég klárlega að fara aftur.
Án efa ein skemmtilegasta ,,helgi” sem ég hef átt lengi!
Annars tók ég fleiri myndir á einnotamyndavél heldur en á símann, en læt það þó ekki stoppa mig að deila með ykkur nokkrum myndum – sem eru þó flestar af mér sjálfri fylgja með. X
Á fimmtudeginum fórum við á Strikið að fá okkur að borða, ekkert smá góður matur og mæli ég hiklaust með nýja matseðlinum jafnt sem nýja kokteilseðlinum – en kokteilarnir eru ekkert eðlilega góðir og eru allt frá 1800kr!
Annars þakka ég fyrir lesturinn!
Þangað til næst,
X
Melkorka
Skrifa Innlegg