Goth stíllinn hefur heillað mig lengi. Ég dáist svo að þeim sem finna sig í þessum fatastíl sem verður oftar en ekki að lífstíl. Þessi klæðaburður er mjög augljós yfirlýsing um hver þú ert og hvað þér finnst, en myndar því miður oftar en ekki hræðslu og fordóma gagnvart þeim sem hann bera. En það fer að sjálfsögðu eftir því hversu langt viðkomandi gengur í sínum stíl og hegðun. Af hverju það er, er erfitt að segja…
Skali goth stílsins spannar stór svið, en ég er hrifnust af “soft goth” sem er ekki tengt inn í BDSM heiminn og er ekki eins mikið “victorian”.
Goth getur, að mínu mati, verið alveg jafn smekklegt og það getur verið subbulegt.
Hér eru nokkrar myndir af stílnum sem mér finnast guðdómlega fallegar.
Skrifa Innlegg