Eins og staðan á samfélaginu er í dag er nánast ómögulegt að finna fallegar og endingargóðar jólagjafir undir 5þúsund kallinum.
Þar sem ég á gríðarlega stóra fjölskyldu og Emil maðurinn minn líka, höfum við þurft að leggja mikið á okkur til að finna góðar jólagjafir handa fjölskyldunni sem kosta ekki hálfan handleggin svo maður fari ekki á hausinn eftir jól.
Á fallegu jólarölti fyrir 4 árum síðan, duttum við inn í Minju á Skólavörðustíg og okkur til mikillar ánægju og undrunar fundum við nánast allar jólagjafirnar þar. Allt frá börnum upp í fullorðna. Síðan jólin 2009 hef ég verslað nánast allar gjafir, hvort sem það eru jólagjafir, afmælisgjafir eða útskriftargjafir í Minju.
Þar er hægt að finna vörur frá MoMA, Keepcup, Bility og fleiri frábærum og virtum hönnunarfyrirtækjum.
Það allra skemmtilegasta við verslunina er að þar er hægt að finna margar vörur uppfullar af húmor og glaðlegheitum.
Hér fyrir neðan eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir að gjöfum sem hægt er að finna í Minju og myndu passa vel undir hvaða jólatré sem er. =)
……………………..
1. Glasabakkar-Eames. Glasabakkar með myndum af stólum sem voru hannaðir af Charles og Ray Eames, 4 saman í pakka.Framleiðandi MoMa. Verð 3900 kr.
2. Le Sack, blómavasi úr plasti. Verð 1470 kr.
3. Half Pint, glerkanna. Verð 3390 kr.
4. MR. Tea, Sultuslök tesía úr sílíkoni. Verð 1790 kr.
5. Great Balls of wire, snúrufelari. Verð 1590 kr.
6. Chill, Baby. Skeggsnuð. Fyndnasta gjöfin undir jólatrénu. Verð 1790 kr.
7. Minnisbækur. Verð 2490 kr.
8. Vegglímmiðar frá Smart Decó. Verð frá 2490 – 5600 kr.
9. Keepcup kaffimál. Verð 2690 kr.
10. Lasso vínflöskustandur. Verð 3900 kr.
Skrifa Innlegg