Á laugardagskvöldið síðasta fórum við á Rauðhettu&Úlfinum á glæsilegt jólahlaðborð uppi á Nítjándu þar sem ljúfir tónar, yndislegur matur og drykkir fylltu vitund og maga.
Svo þegar líða fór á kvöldið þá breyttist stemningin og við fína, spariklædda fólkið fórum í hvísluleik, “búbb-búbb”-leik, brandarakeppni og grettukeppni.
Það er þekkt að engin eðlileg manneskja getur unnið á Rauðhettu, allir þarna eru nett klikkaðir, með hrikalega ljótan húmor og enginn er hræddur við að gera grín að hinum til þess eins að upphefja sjálfan sig.
ELSKA þetta fólk! ;)
Við Emil kunnum sko að pósa.
Hópurinn. Vantar samt nokkra….greyið þeir að missa af þessu kvöldi.
Ójá, ég að pósa fyrir framan jólatré í vintage Sonia Rykiel ullardragt.
Oooooog svo varð ég bara að henda þessari síðustu með. Grettukeppnin.
Hver vann?
Skrifa Innlegg