Þið sem eruð aðdáendur GK Reykjavík hafið kannski tekið eftir því að búðinni á Laugarveginum hefur verið lokað vegna rykmengunar í svolítinn tíma. Öll fötin á lagernum hjá þeim Ásu og Gumma eyðilögðust og neyddust þau til að skipta um húsnæði í miklu flýti og panta nýjar vörur fyrir búðina. Tjónið hleypur á tugum milljóna!
Ótrúlega leiðinlegt og dramantískt allt saman en ef þið viljið vita meira um ástæðu rykmengunarinnar og dramantíkina á bak við húsnæðisleitina þá mæli ég með því að horfa á þessa frétt sem kom í fréttum fyrr í vikunni.
Þau hjá GK Reykjavík hafa unnið hörðum höndum alla vikuna við að setja upp nýja og betrumbætta verslun að Bankastræti 11 og var opnunarpartý búðarinnar einmitt í dag!
Innilega til hamingju með fallega búð!
Eva Katrín sæta og fína eins og alltaf!
Tískudrottning Íslands hún Hildur Sumarliða!
Hildur og Ása bff´s
Pant!!
Fallegar lausnir
Ég og Eva Katrín í hlutverkum sólarinnar og myrkursins…. eða glaðlyndis og þunglyndis.
Afgreiðsluborðið
Karlarnir í lífi mínu. Ólíver og Emil.
Gummi og Steinunn. Nokkrum númerum of töff þessi tvö.
Skrifa Innlegg