fbpx

Ungbarna fatamarkaður á morgun :)

Þar sem ég hef ekkert pláss til að geyma dásamlegu fötin sem við keyptum fyrsta árið á Ólíver, ætla ég að halda fatasölu laugardaginn 26.október (á morgun) á heimili okkar að Úthlíð 9 í Reykjavík.

Fötin eru í stærðunum 50 – 74 og eru mjög mjög vel farin. Sum fötin eru ónotuð og margar flíkurnar hafa einungis verið notaðar einu sinni. Ég á rosalega mikið af samfellum og náttgöllum og eru verðin á þeim frá 300 -1000 kr.

Þá eru merki á við 66°Norður, Farmers Market, Ígló, Zara, Ralph Lauren, H&M, Next, Lindex, Polarn og Pyret, Janus, Benetton, Carter´s og margt fleira.

Vonast til að sjá sem flesta og plís ekki vera feimin við að koma, mig vantar svo að losna við þessi föt og það er algjör synd að þau skuli vera í kassa inn í geymslu. Þó það væri ekki nema bara að segja “hæ” við mig haha ;)

Ég býð upp á kaffi ;)

Staðsetning: Úthlíð 9, 105 Rvk, kjallari.

Tími: 15:00-17:00

Verð: allt frá 300 krónum og upp.  En algengustu verðin eru 500-1000 kr.

Hér er brot af því besta…..

Nánari upplýsingar um verð og stærð flíkanna hér fyrir ofan er að finna hér :)

Endilega látið þið vinkonur ykkar og vandamenn vita af þessu, þær sem eru óléttar eða eru nýbúnar að eiga börn :) 

Kokteilakvöldið

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Sigríður Gunnarsdóttir

    25. October 2013

    Hvaða númer er 66 úlpan?

  2. sunna s

    25. October 2013

    ú hvað kostar farmers market gallinn, 66 gr. norður úlpan og 66 gr. n gallinn hvíti?

  3. Anna Morales

    25. October 2013

    hvað viltu fá fyrir 66°úlpúna og farmers market gallan ??

  4. sunna s

    25. October 2013

    ..og líka í hvaða stærð eru þær flíkur? :)

  5. Sif

    25. October 2013

    Var að senda þér facebook póst ;)

  6. Linda Ósk

    25. October 2013

    í Hvaða stærð er úlpan?? :)