fbpx

Augnháraperm

Fyrir um tveimur vikum skinkaði ég mig aðeins upp og fékk mér augnhárapermanent.

Ég er með mjög lítil augnhár og þau standa vanalega beint út, svo ég hef notast við augnhárabrettara frá því ég man eftir mér. But NO more!

Mig langaði annað hvort í augnháralengingu eða permanent, en þar sem ég hef prófað augnháralengingu/þykkingu tvisvar áður og ekki fílað það alveg nógu vel, ákvað ég að prófa permanentið. Ég er mjög ánægð með útkomuna og ekki frá því að þetta verði reglulegt trít! Nú þarf ég ekki annað en að setja á mig smá maskara og það er eins og ég sé með gerviaugnhár allan daginn, þau eru svo falleg.

Permanentið fékk ég mér á Make Over snyrtistofunni í Hafnarfirði. Mæli hiklaust með henni!

Lækið <3

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Helga

    27. August 2013

    Þetta finnst mér spennandi – veistu hversu lengi þetta dugar?

    • Theodóra Mjöll

      27. August 2013

      Hún sagði mér að þetta ætti að duga í 1-2 mánuði :)

  2. Sandra

    27. August 2013

    Hvað kostar svona? :)

  3. Guðbjörg

    27. August 2013

    Hvad kostar svona ?

    • Theodóra Mjöll

      27. August 2013

      Það er víst mjög misjafnt og fer eftir stofum. En ég er með afsláttarkort á Make Over snyrtistofunni og fékk því permanentið á um 5þúsund.

  4. Pattra's

    28. August 2013

    Þetta er eitthvað fyrir mig!!

  5. Svart á Hvítu

    28. August 2013

    úúúúú æðislegt, það hefur varla liðið sá dagur síðustu 10 ár amk sem ég hef ekki notað brettarann. Fer þetta alveg vel með augnhárin? Ég myndi t.d. aldrei þora að setja lengingar og þannig..

    • Theodóra Mjöll

      28. August 2013

      Sko nú er ég enginn sérfræðingur í permi en samkvæmt minni reynslu og upplýsingum fer perm mjög mjög illa með hárið. En þegar þetta var sett í mig þá sveið mér ekkert í augun og ég finn ekki að permanentið hafi haft einhver slæm áhrif á hárin. Ef eitthvað er þá hafði það bara mjöööög góð áhrif!
      Skelltu þér Svana! Skinkaðu þig aðeins upp með mér :)