Fyrir um tveimur vikum skinkaði ég mig aðeins upp og fékk mér augnhárapermanent.
Ég er með mjög lítil augnhár og þau standa vanalega beint út, svo ég hef notast við augnhárabrettara frá því ég man eftir mér. But NO more!
Mig langaði annað hvort í augnháralengingu eða permanent, en þar sem ég hef prófað augnháralengingu/þykkingu tvisvar áður og ekki fílað það alveg nógu vel, ákvað ég að prófa permanentið. Ég er mjög ánægð með útkomuna og ekki frá því að þetta verði reglulegt trít! Nú þarf ég ekki annað en að setja á mig smá maskara og það er eins og ég sé með gerviaugnhár allan daginn, þau eru svo falleg.
Permanentið fékk ég mér á Make Over snyrtistofunni í Hafnarfirði. Mæli hiklaust með henni!
Skrifa Innlegg