fbpx

Nioxin gegn hárþynningu

Ég er búin að bíða í mánuð með að segja frá nýju hárvörumerki sem ég var að prófa. En það heitir Nioxin og er amerískt hárvörumerki sem er sérhæfir sig í hárþynningu og lækningu þess.

Þegar þú kaupir Nioxin í fyrsta skiptið, er mælt með að kaupa “kit” sem inniheldur eins mánaðar skammt af sjampói, næringu og hárfroðu.

Til eru 6 mismunandi meðferðir frá Nioxin sem henta mismunandi gerðum hárs. Vörurnar eru einungis seldar á hárgreiðslustofum þar sem hárgreiðslufólk aðstoðar hvern og einn við valið á vörunum.

 

Vísindin:

  • Sjampóið fjarlægir húðfituna úr hársekknum, fitusýrur ofl sem gefur hárinu meira svigrúm til að vaxa.
  • Næringin veitir styrk og kemur jafnvægi á rakastig.
  • Hárfroðan inniheldur andoxunarefni og jurtir sem fríska upp á hársvörðinn.

 

Þessar þrjár grunnvörur Nioxin eru mjög góðar til að byrja með og sjá hvernig hárið tekur við. En mun fleiri vörur eru frá merkinu sem hjálpa enn frekar hárinu til að vaxa og koma sterkara upp úr hársekkinum.

 

Nú er ég búin að nota grunnvörurnar í mánuð og ég sé mun á hárinu mínu. Ég missti nánast allt hárið af mér við brjóstagjöf og þurfti að klippa á mig topp því fremri hluti hársins, hárlínan, fór nánast öll af.

Þegar ég byrjaði að nota Nioxin var ég enn með mikið hárlos og fann fyrir að viku eftir að ég byrjaði að nota vörurnar, minnkaði hárlosið til muna (hvort sem það hafi verið Nioxin eða hormónar er erfitt að segja um) og nú mánuði seinna er hárlosið nánast hætt.

 Þau hár sem eru að vaxa aftur eru eins og brúskur upp úr höfðinu á mér, þykk og jafnsíð sem segja mér að það er greinilegt að Nioxin hafi eitthvað með hárþykkinguna mína að gera.

 

Ég mæli hiklaust með því að allir sem hafa mikið hárlos, eru með þunnt hár eða stanslaus lítil hár í hárlínunni sem virðast aldrei vaxa, prófi Nioxin.

 

Mánaðar”kittið” kostar einungis 4900,-kr á Rauðhettu og Úlfinum.

Hárteygjur án höfuðverks

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Hildur

    8. June 2013

    Þvoðiru hárið á hverjum degi eins og sagt er að eigi að gera?

    • Theodóra Mjöll

      9. June 2013

      Nei ég gerði það reyndar ekki. Ég þvæ hárið á mér 2x-3x í viku og hélt því áfram þrátt fyrir að annað stæði á umbúðunum. Mér finnst alger óþarfi að þvo það oftar en það…..

  2. LR

    10. June 2013

    Sælar. Ætli þetta virki eins á karlmenn? Virkar þetta eins á “týbsískt” hárlos karla og svona tímabundið hárlos kvenna? Skilurðu hvað ég á við? Eða er alltaf sama ástæðan fyrir hármissi kannski? Ekki alveg með þetta á hreinu ;)

    • Theodóra Mjöll

      10. June 2013

      Þetta á að virka alveg jafn vel á karla og konur. Nioxin er ekki eingöngu ætlað konum með tímabundið hárlos heldur öllum sem eru með hárlos og/eða þunnt hár. :)

  3. Jóhanna

    10. August 2013

    Var búin að ákveða að fá mér Nioxin pakkann en varð svo rosalega svekkt þegar ég sá að þetta er ekki alveg svona náttúrulegt eins og þeir lofa á heimasíðunni… alveg fullt af parabenum:-(
    Er engin náttúruleg leið til að fá kraftmeira hár?

  4. Guðrún

    22. November 2013

    Ég nota Nioxin 3, frábærar vörur