Invisibobble eru hárteygjur sem ég komst í kynni við þegar ég heimsótti hana Elsu á Salon Veh á dögunum. En hún er að flytja inn þessar snilldarteygjur sem ég í fyrstu, hafði ekki mikla trú á. Sú gamla gaf mér eina teygju og sagðist geta lofað mér því að ég myndi finna stórkostlegan mun. Jæja, ég fór heim og henti í mig tagli/snúð til að prófa og dæma út frá eigin raun.
Kostir hárteygjunnar:
- Er ekki áberandi í hárinu. Sérstaklega ef valinn er litur nálægt háralit
- Kemur í veg fyrir höfðuverk sem fylgir oft öðrum hárteygjum
- Fer vel með hárið, slítur það ekki líkt og aðrar hárteygjur
- Hentar öllum hárgerðum
- Heldur hárinu vel uppi
Invisibobble er búið til úr plasti og hefur lögun símasnúru. Þegar teygjan er sett utan um hárið, myndast ójöfn spenna á hárið sem gerir það að verkum að hún togar ekki í lítil hár og þú færð ekki eins mikið far eftir að teygjan er tekin úr eftir langa notkun.
Ef þú krullar hárið þitt einn daginn og langar endilega að krullurnar endist út næsta dag, er algjör snilld að vefja hárinu í lausan snúð ofan á höfðinu og festa hann með Invisibobble. Þannig eyðileggjast ekki krullurnar á koddanum yfir nóttina og þú færð ekki teygjufar daginn eftir í krullurnar.
Jæja, teygjan virkaði allavegana á mitt hár.
Invisibobble er ekki ennþá komið í sölu hérlendis. Kemur þó í sumar en er ég ekki viss á nákvæmri dagsetningu. Ef ykkur þyrstir í frekari upplýsingar þá mæli ég með að hafa samband við Salon Veh.
Skrifa Innlegg