Hárstraumar herranna er ekki eins fjölbreytilegir og okkar kvennanna. Ef við hugsum út í það þá er þetta endilega ekki þeim að kenna, heldur okkur hárgreiðslufólkinu fyrir að vera ekki með meira framboð og úrval af hárgreiðslum fyrir herrana eins og konurnar. Heitustu klippingarnar núna eru sítt að ofan, rakað/stutt/greitt aftur í hliðum, eða um 10cm sítt greitt aftur með hliðarskiptingu.
Mér finnast þessar klippingar mjög fallegar, ég hef klippt manninn minn í þessum stíl síðustu 4-5 árin, en það væri þó gaman ef að það væri meiri fjölbreytileiki og að strákarnir væru tilbúnari í að prófa eitthvað annað og öðruvísi.
Ég held það sé tími til kominn að ýta karlpeningnum aðeins út í það að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að hári…
Skrifa Innlegg