fbpx

Herrahár

Hárstraumar herranna er ekki eins fjölbreytilegir og okkar kvennanna. Ef við hugsum út í það þá er þetta endilega ekki þeim að kenna, heldur okkur hárgreiðslufólkinu fyrir að vera ekki með meira framboð og úrval af hárgreiðslum fyrir herrana eins og konurnar. Heitustu klippingarnar núna eru sítt að ofan, rakað/stutt/greitt aftur í hliðum, eða um 10cm sítt greitt aftur með hliðarskiptingu.

Mér finnast þessar klippingar mjög fallegar, ég hef klippt manninn minn í þessum stíl síðustu 4-5 árin, en það væri þó gaman ef að það væri meiri fjölbreytileiki og að strákarnir væru tilbúnari í að prófa eitthvað annað og öðruvísi.

Ég held það sé tími til kominn að ýta karlpeningnum aðeins út í það að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að hári…

Nýja hárbókin: in the making

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Stina

    27. May 2013

    sael Theodora og takk fyrir skemmtilegt blogg. Nu spyr ég: Hvada sjampo og hàrnaering er best fyrir svona fint, norraent hàr sem haettir til ad verda thurrt?? Med hverju maelir thu? MBK, Stina

    • Theodóra Mjöll

      27. May 2013

      Sæl. Það eru svo ótrúlega mörg góð sjampó til á markaðinum í dag. En það er best að velja sjampó fyrir fíngert hár-volume sjampó, og svo góða prótein og/eða rakanæringu til að setja í endana.

      Svo er mjög gott að setja froðu eða einhverskonar árefni í rót hársins sem veitir því loft og blása það upp úr honum, og setja svo serum eða olíu í endana. Þá ættirðu að fá loft í rótina en mýkt í endana :)

      • stina

        29. May 2013

        takk fyrir svarid :)

  2. Helgi Ómars

    27. May 2013

    Tharf ad fa ad koma i sma kennslu til thin! Langar svo i svona har eins og adalmyndin er! Skemmtilegt ad skoda!! vei vei xx

    • Theodóra Mjöll

      27. May 2013

      Hehe ekkert mál Helgi…..skelltu bara í þig volume foam eða geli í hárið þegar það er blautt, og blástu það allt aftur með hárblásara. Þá ættirðu að fá volume-ið :)

  3. Jónína

    27. May 2013

    Sea salt spray er eitthvað sem allir strákar ættu að eiga í dag til að fá volume greiðslu:)

    • Theodóra Mjöll

      4. June 2013

      Já, það er mjög góður punktur!

  4. Anonymous

    29. May 2013

    Beinn ennistoppur er einnig að HIT´a

  5. Unnur Birna

    11. June 2013

    Hæ Theodóra!! 7. myndin (sú fyrir neðan Bítlana) er geðveik. Jói minn er með svolítið svoleiðis hár, og þarf einmitt að fara í klippingu… ég sendi hann til þín og þú veist hvað á að gera (einsog mynd 7) og hann fær engu um það ráðið :p