fbpx

Nýju neglurnar

Ég fór og pimpaði neglurnar mínar upp í gær. Ég er að fíla mjög vel að vera með gervineglur þessa dagana, finnst ég eitthvað svo mikil pæja svona.

Mín persónulega skoðun er að gervineglur með hvítu french-i eða kassalagaðar gervineglur, eru mjög ljótar. Er að fíla 90´s lögunina á nöglunum mínum núna, en síðast fékk ég mér meiri stilletto neglur, sem eru oddhvassari. Fannst það fallegt, en það var ekki vinsælt hjá Ólíver litla stráknum mínum þar sem ég var alltaf óvart að klóra hann eða meiða…..ömurleg mamma haha….svo þær fengu að fjúka.

Græna french-ið á nöglunum er bara naglalakk sem ég setti á mig í gær. En ég fékk mér neutral og hálf gegnsæjan bleikan heillit yfir þær allar.

Hvernig finnst ykkur?

Já, og hún Anna Gréta naglasnilli gerir neglurnar mínar. Hana er hægt að finna hér.

Hvítt hár

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Rut R.

    11. May 2013

    ótrúlega fínar neglur, og flottur litur!