fbpx

Bylgjur fyrir fíngert og flatt hár

Ég prófaði litla bylgjujárnið frá hh simonsen áðan og þetta er útkoman. Það tók í mesta lagi 5 mínútur að bylgja allt hárið. Ég er fíla stóra bylgjujárnið betur fyrir mig persónulega, en þessar bylgjur eru samt sem áður mjög skemmtilegar.

Hárið fær svo góða lyftingu með bylgjum, hvort sem það er lítið járn sem notað er eða stórt. Þess vegna henta bylgjur einstaklega vel þeim sem vilja “stækka” á sér hárið.

Ég mæli hiklaust með bylgjujárni, þó ekki bara fyrir þá sem eru með fíngert hár eða flatt, heldur fyrir alla. Síðhærða og stutthærða. Það er alveg ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir hárið og þar með útlitið. Það er einmitt algjör misskilningur að bylgjur eru einungis fyrir þá sem eru með sítt hár, en ég hef prófað að setja bylgjur í flest allar síddir og er ekki frá því að það er flottara í stuttu hári (frá ca 10 cm síðu hári og niður úr).

Þar sem ég er búin að missa helminginn af hárinu mínu vegna brjóstagjafar, get ég hreinlega ekki verið með hárið slegið! Er búin að vera með það í tagli eða snúð í 2 mánuði núna (aarrgg…). En finnst mér þá skemmtilegt að gera eitthvað grúví við taglið og eru bylgjur svolítið skemmtileg tilbreyting……

Ef þið eruð með einhverjar spurningar varðandi járnin, endilega skrifið ummæli hér fyrir neðan eða sendið mér póst á theodoramjoll@trendnet.is :)

 

 

Lax með mango chutney og hnetum

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Hólmfríður

    24. April 2013

    Hvað kosta eiginlega svona járn?

  2. Hulda

    24. April 2013

    Hvar fæst svona járn?

  3. Þórhildur Þorkels

    24. April 2013

    mega flott!

  4. Sunna Apríl

    24. April 2013

    Hvar get ég keypt svona :) og já hvað kostar það ….

  5. Svart á Hvítu

    24. April 2013

    Ég vildi óska þess að þú gætir gert hárið mitt fínt alla morgna.. ég er alltof oft með bara einhverja klessu í hárinu því ég kann ekki að gera það fínt!

  6. Heiða

    25. April 2013

    Hvar get ég keypt svona járn? Er mögulega hægt að kaupa það í gegnum netið?

  7. Sunna

    25. April 2013

    Hvað kostar það og hvar fæst það? :)

  8. Erla

    25. April 2013

    Hvar fæst þetta járn? …og já, líkt og hefur verið spurt áður – hvað kostar það?

  9. Theodóra Mjöll

    26. April 2013

    Litla járnið kostar 7.560,-kr en stóra járnið 19.620,-kr á Rauðhettu og Úlfinum.
    Ég veit að þeir eru með mjög litla álagningu en ég hef heyrt að járnin séu mun dýrari á öðrum stofum….

  10. Bára

    26. April 2013

    Skemmtileg tilbreyting frá liðunum. Væri gaman að sjá með stóra járninu líka.

    • Hildur

      27. April 2013

      Mér langar að sjá með stóra járninu, er ekki betra samt að nota lítið þegar maður er með stutt hár??? Þar að segja aðeins niður fyrir axlir….

  11. Theodóra Mjöll

    27. April 2013

    Hæ ég skal sýna ykkur með stóra járninu. Annars gerði ég myndband í október 2012 sem kom inn á mbl.is sem ég sýndi hvernig ætti að nota stórt bylgjujárn. Ég skal finna myndbandið og pósta því hér :)