Ég prófaði litla bylgjujárnið frá hh simonsen áðan og þetta er útkoman. Það tók í mesta lagi 5 mínútur að bylgja allt hárið. Ég er fíla stóra bylgjujárnið betur fyrir mig persónulega, en þessar bylgjur eru samt sem áður mjög skemmtilegar.
Hárið fær svo góða lyftingu með bylgjum, hvort sem það er lítið járn sem notað er eða stórt. Þess vegna henta bylgjur einstaklega vel þeim sem vilja “stækka” á sér hárið.
Ég mæli hiklaust með bylgjujárni, þó ekki bara fyrir þá sem eru með fíngert hár eða flatt, heldur fyrir alla. Síðhærða og stutthærða. Það er alveg ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir hárið og þar með útlitið. Það er einmitt algjör misskilningur að bylgjur eru einungis fyrir þá sem eru með sítt hár, en ég hef prófað að setja bylgjur í flest allar síddir og er ekki frá því að það er flottara í stuttu hári (frá ca 10 cm síðu hári og niður úr).
Þar sem ég er búin að missa helminginn af hárinu mínu vegna brjóstagjafar, get ég hreinlega ekki verið með hárið slegið! Er búin að vera með það í tagli eða snúð í 2 mánuði núna (aarrgg…). En finnst mér þá skemmtilegt að gera eitthvað grúví við taglið og eru bylgjur svolítið skemmtileg tilbreyting……
Ef þið eruð með einhverjar spurningar varðandi járnin, endilega skrifið ummæli hér fyrir neðan eða sendið mér póst á theodoramjoll@trendnet.is :)
Skrifa Innlegg