fbpx

Náttúrulegar krullur

Það er alveg sama hvaða árstími er, eða hvaða ár. Mér þykja náttúrulegar, messy ó”gerðar” krullur svo fallegar!

Ég þrái sítt og þykkt hár á ný, þá sérstaklega fyrir sumarið þar sem mig langar að láta lokkana leika um mig ohh…..hárið á mér er s.s ömurlegt þessar stundirnar, er búin að missa helminginn af hárinu mínu út af brjóstagjöf og það er stíft og leiðinlegt. Þess vegna meðal annars hef ég ekki komið með neinar sýnikennslur upp á síðkastið- hárið mitt býður einfaldlega ekki upp á það :/

Sýnikennsla í N°Style

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Halldóra

    17. April 2013

    Einhver góð tips til að gera svona messy hár?? :)

    • Theodóra Mjöll

      18. April 2013

      Já það eru mörg tips.
      Ef þú ert með liði fyrir er gott að setja í það krullukrem og góða hárolíu og leyfa því bara að þorna. En annars er gott að blása hárið upp úr góðum blástursvökva með smá stífleika og setja olíu í endana og krlla það óreglulega með stóru krullujárni eða sléttujárni:)

  2. Tanja

    18. April 2013

    Sæl
    Sé að þú ert nemandi í vöruhönnun í LHÍ, veist þú hvað eru margir teknir inn í það fag á ári hverju ?

    Kveðja,
    Tanja

    • Theodóra Mjöll

      18. April 2013

      Í mínum árgangi erum við 9 sem komumst inn, og ég veit að það eru svipað margir sem komast inn á hverju ári. En það er þó bara í vöruhönnuninni. Það eru minnir mig fæstir sem komast inn í hana af öllum fögunum í Lhí…

  3. Anna

    18. April 2013

    ónei ég vorkenni þér með hárlosið, er að ganga í gegnum það sama…er komin með há kollvik….
    Er eitthvað hægt að gera? Verður maður bara að sætta sig við þetta og hárið vex í stöllum tilbaka?
    Ég get ekki verið með neina greiðslu út af kollvikunum, reyni að hafa það slegið en þá eru lokkarnir hrynjandi út um allt :/

    • Theodóra Mjöll

      18. April 2013

      Sko ég kann eiginlega ekkert á þetta. Heyrði af einhverju undrasjampói og ambúlum frá Kérsatase sem ég ætla mér að prófa, sem styrkir víst hárið sem hefur farið og eykur hárvöxtinn. Ég ætla að prófa það!! Blogga um það þegar ég prófa það, lofa :)

      En já, ég er í sama dæminu, há kollvik allt í veseni. Finnst ekkert flott í hárinu á mér lengur….úff þetta er að fara með mig!

      Ef ég finn einhverja töfralausn skal ég sko sannarlega deila henni með þér :)

  4. Birna

    18. April 2013

    Ég lenti í því sama þegar ég var með strákinn minn á brjósti, það hjálpaði mikið að taka fjölvítamín og borða nóg af próteini og hollri fitu, sérstaklega hnetur. En þetta að fullu þegar maður hættir brjóstagjöf.

    • Birna

      18. April 2013

      Vantar þarna “lagast” í síðustu setninguna. :)

      • Theodóra Mjöll

        18. April 2013

        Takk fyrir þetta :) Er einmitt að gera það, tek fjölvítamín og borða hnetur allan daginn….og prótein er mín aðalfæða! Maður verður víst að vera þolinmóður……. :)

  5. Pattra's

    18. April 2013

    Ehhhem.. væri með nkl svona hár-ástand ef að sumir hefðu ekki klippt allt hárið mitt ;)
    Aah nei ég elska Woodstock hárið mitt og það hefur aldeileis vanist vel!

    Snillinn þinn Xx

    • Theodóra Mjöll

      18. April 2013

      Haha…já, þú varst búin að vera með svona hár ooof lengi! Það var kominn tími á þig ljúfan ;)
      Miklu flottari með styttra hár :)

  6. Ása Regins

    18. April 2013

    ohhh Theodóra, þú eiginlega verður að henda inn “how to” bloggi um þetta ! Mig vantar það NAUÐSYNLEGA !! ;-)

    • Theodóra Mjöll

      18. April 2013

      Hehehe já, ég skal sko sannarlega henda inn kennslu við tækifæri, þegar ég er hætt að vorkenna sjálfri mér út af hárlosinu ;)
      Þú ættir nú ekki að eiga í neinum vandræðum með að fá svona fallegar krullur, ef þú átt eitt gott krullujárn þá ertu í góðum málum :)

  7. Hildur

    19. April 2013

    Það væri náttúrlega frábært ef þú gætir notað tækifærið og gert sýnikennslu fyrir fólk sem er með ömurlegt hár að staðaldri;-) Dáist að hverri einustu sýnikennslu frá þér en þær eru því miður óraunhæfur möguleiki fyrir stelpur með fíngert, slétt hár, sem er kannski bara 1/3 eða minna af því heildarvolume sem hárfyrirsætur hafa… Allavega – kúl hárlausnir fyrir þunnhærða vel þegnar!

    • Theodóra Mjöll

      19. April 2013

      Það er alveg rétt hjá þér! Ég er reyndar sjálf komin með þunnt hár, þar sem ég hef misst meira en helminginn af hárinu mínu, en ég skal sannarlega stúdera betur hvað hægt er að gera fyrir fíngert hár :)
      Það er samt sem áður eitt sem ég veit að er algjör snilld fyrir þunnt-fíngert hár, en það er bylgjujárnið. Það gerir það helmingi meira en það er og er líka ótrúlega töff!
      Ég verð með það í gangi í Smáralind á morgun ef þig langar að prófa ;)