Þegar Svana Lovísa bloggaði um þessa dásamlegu póstera nú fyrir helgi, varð ég máttlaus af hrifningu. Hafði samband við Einar um leið og spurði hvort að hann ætti eina uglu handa mér í A2. Herra yndislegur átti svo sannarlega eina handa mér sem ég og síðan sótti á föstudagskvöldið.
Þegar Einar verður síðan orðinn frægur grafískur hönnuður um allan heim, get ég grobbað mig af því að eiga uglupóster eftir hann:)
Mæli eindregið með að kíkja á heimasíðuna hans iameinar.com og skoða verkin hans.
Nú er bara að ákveða hvar uglan skal hanga…..
Skrifa Innlegg