Til þeirra stúlkna sem eru ljóshærðar!!
Hver kannast ekki við að fara í litun og nokkrum vikum/dögum eftir er komin leiðinleg gul slikja í hárið?
Ég kannast allavegana við þetta- þetta vesen er “the story of my hair-life”!
Ástæða:
Rauðu litarefnin í hárinu og hárlitnum sitja mun dýpra inn í hárinu en bláu litarefnin. Það þýðir að þegar að liturinn lekur úr hárinu, fer blái liturinn fyrst úr og sá rauði situr eftir. Eins þegar verið er að aflita eða lýsa hár, þá er í raun verið að taka litinn úr hárinu og þá fer sá blái fyrst og sá rauði situr eftir.
Lausn:
Það er engin raunveruleg lausn. Því á endanum fer alltaf blái liturinn úr hárinu. Ef hárið er mjög opið/skemmt, þá fer blái liturinn mun fyrr úr hárinu en ef það er heilbrigt. Það er hægt að hægja á ferlinu með því að nota djúpnæringar og aðrar hárvörur sem byggja upp hárið að nýju og loka hárinu. S.s prótein hárefni og annað. Einnig er hægt að lita það bara gyllt, eða karamellu ljóst-þá endist liturinn lengur-segir sig sjálft. En ef þú vilt hafa litinn kaldan, prófaðu þá í staðin fyrir að fara alltaf í strípur, að fá kaldan tóner yfir allt hárið, eða fá veeeel kaldan lit yfir allt hárið, nánast fjólubláan því þá endist kaldi liturinn mun lengur í hárinu.
………………………………………..
Þegar ég lita á mér hárið, set ég alltaf lit sem er alveg blár eða fjólublár, en ég kem alltaf gyllt út. Það er vegna þess að ég er með einstaklega mikið af rauðum literefnum í bæði húðinni og hárinu og á erfiðara með að verða köld. Svo það geta heldur ekki allir fengið fallegan kaldn lit í hárið, sama hversu mikil þráin er. Kaldur er raunveruleikinn!
Skrifa Innlegg