fbpx

Af hverju verður hárið á mér alltaf gult??

Til þeirra stúlkna sem eru ljóshærðar!!

Hver kannast ekki við að fara í litun og nokkrum vikum/dögum eftir er komin leiðinleg gul slikja í hárið?

Ég kannast allavegana við þetta- þetta vesen er “the story of my hair-life”!

Ástæða:

Rauðu litarefnin í hárinu og hárlitnum sitja mun dýpra inn í hárinu en bláu litarefnin. Það þýðir að þegar að liturinn lekur úr hárinu, fer blái liturinn fyrst úr og sá rauði situr eftir. Eins þegar verið er að aflita eða lýsa hár, þá er í raun verið að taka litinn úr hárinu og þá fer sá blái fyrst og sá rauði situr eftir.

Lausn:

Það er engin raunveruleg lausn. Því á endanum fer alltaf blái liturinn úr hárinu. Ef hárið er mjög opið/skemmt, þá fer blái liturinn mun fyrr úr hárinu en ef það er heilbrigt. Það er hægt að hægja á ferlinu með því að nota djúpnæringar og aðrar hárvörur sem byggja upp hárið að nýju og loka hárinu. S.s prótein hárefni og annað. Einnig er hægt að lita það bara gyllt, eða karamellu ljóst-þá endist liturinn lengur-segir sig sjálft. En ef þú vilt hafa litinn kaldan, prófaðu þá í staðin fyrir að fara alltaf í strípur, að fá kaldan tóner yfir allt hárið, eða fá veeeel kaldan lit yfir allt hárið, nánast fjólubláan því þá endist kaldi liturinn mun lengur í hárinu.

………………………………………..

Þegar ég lita á mér hárið, set ég alltaf lit sem er alveg blár eða fjólublár, en ég kem alltaf gyllt út. Það er vegna þess að ég er með einstaklega mikið af rauðum literefnum í bæði húðinni og hárinu og á erfiðara með að verða köld. Svo það geta heldur ekki allir fengið fallegan kaldn lit í hárið, sama hversu mikil þráin er. Kaldur er raunveruleikinn!

 

Þrái svefn...

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Gerður

    21. March 2013

    Hjálpar að nota svokölluð blá shampoo og hárnæringu til að hægja á “gulunni”?

    • Theodóra Mjöll

      21. March 2013

      Já algjörlega! Blátt sjampó er með bláu litarefni sem gefur hárinu kaldari tón. Þau eru samt jafnmisjöfn og þau eru mörg. Sum þeirra virka vel og sum ekki.
      Þau eru samt oft ekki góð fyrir hárið, þ.e þurkka það örlítið upp, svo ekki er gott að nota þau of oft.

  2. Sandra

    21. March 2013

    Sæl Theodóra
    Mig langar svo að forvitnast hvernig hár er “inn” í vor/sumar?
    Er enn inn að vera með ombre enda í hári eða hvað.
    Ég þrái breytingu, er með milli sítt hár ljóst og þá frekar kaldan tón því ég fíla hann betur enn það gylta, ég er alltaf svo veik fyrir svona platínu silfur/gráum tón, var að velta fyrir mér hvort ég ætti að setja kannski silfur ombre enda eða hvað.
    Ég er lost!
    Hefur þú einhver ráð?

    • Theodóra Mjöll

      21. March 2013

      Hæ, ég veit ekki hvort ég sé með það alveg á tæru hvað verður nákvæmlega “inn” í háralitum í vor og sumar, en það sem ég hef tekið eftir er allavegana að þetta svakalega ombre sem búið er að vera er að detta út.
      Náttúrulegt ombre er þó ennþá mikið inni, þ.e að skilin eru ekki eins rosalega áberandi og eins og er búið að vera.
      Þú getur lýst endana aðeins upp t.d og sett silfur tón yfir allt hárið, sem gerir það að verkum að það verður örlítið meira silfur í endana en í rótinni. Mér finnst það mjög fallegt!

      En mér þykja kaldir tónar í hári alltaf óóóótrúlega fallegir og reyni ég alltaf sjálf að setja eins kaldan lit í mig og ég get, en það lekur alltaf úr!
      Mana þig bara að skoða pinterest í ræmur og fá hugmyndir þaðan, ég geri það reglulega. Og mundu, gerðu það sem ÞÉR þykir flott en ekki hvað er í tísku :) ég reyni það alltaf sjálf…..

  3. BeggaKummer

    21. March 2013

    Haha… Þú ert svo djúp esska … ,,Kaldur er raunveruleikinn” ;) …fyla þig :*

    • Theodóra Mjöll

      21. March 2013

      Hahah…þetta lá eitthvað svo vel við höggi þess setning;)

      “Oh honey, you made a little joke. GOOD for you” hahah…… soldið þannig móment! ;)

  4. Hildur

    22. March 2013

    Hvernig sjampó og næringu er best að nota þegar maður er með barn á brjósti? Ég er með frekar fíngert hár en finnst hárið vera svo rafmagnað undanfarið og hársvörðurinn svo þurr, gæti verið útaf brjóstagjöfinni.

  5. hanna

    27. March 2013

    Ég er forvitin um bláu sjampóin, ég er skolhærð (með ólitað) enn það situr alltaf svolítil rauð slikja í hárinu á mér sem ég hreinlega þoli ekki. ( finnst samt rautt hár mjög fallegt á öðrum)
    Virka bláu sjampóin á það líka og hverjum mælir þú þá með og hvar er hægt að kaupa þau???