Kjóllinn er samstarf Shapeways – fyrirtæki sem sérhæfir sig í 3D prentun, hönnuðinum Michael Schmidt og arkitektinum Francis Bitonti.
Hann er fyrsti sinnar tegundar og hannaður sérstaklega fyrir Dita Von Teese.
Kjóllinn er í 17 hlutum sem haldast saman með um 3000 liðamótum og festingum, og er skreyttur með yfir 13,000 Swarovsky kristöllum.
Mér þykir kjóllinn sem slíkur ekkert sá flottasti sem ég hef séð, en hugmyndin á bak við hann og möguleikar 3D prentunnar gera mig agndofa. Þessi tækni er ótrúleg og býður upp á svo marga spennandi hluti.
Fyrir þá sem þyrstir í frekari upplýsingar, klikkið hér.
Skrifa Innlegg