fbpx

Útskýring og leiðrétting á bloggi gærdagsins

Ég er ekki tengd síðunni hárið.is

Eins og þeir sem lásu bloggið mitt í gær taka eflaust eftir, þá fjarlægði ég bloggið “ég er ekki hárið.is”  af netinu.

Ég get vel skilið eftir að hafa lesið bloggfærslu gærdagsins nokkrum sinnum yfir, að bloggið væri hægt að misskilja á marga vegu. Það sem ég sé að hafi misskilist einna mest, er að ég var ekki að gagnrýna vefsíðuna sjálfa,

Eins og ég segi, þá var gagnrýnin ekki beind að fólkinu sem heldur úti síðunni “hárið.is” og alls ekki innihaldi síðunnar.

Þvert á móti þá gleðst ég mjög yfir komu slíkrar hársíðu, en öll hárumræða er ég mjög ánægð með því á henni græða allir.

Mér finnst hugmynd síðunnar mjög góð og hvet fólk til að kíkja á hana í leit að uppl. varðandi hár.

Eftir mjög langt og strangt starf kom út bókin mín í október síðastliðin. Þetta var mjög erfið vinna og bjó á bakvið hana rúmlega tveggja ára starf. Þess vegna er ég einkar viðkvæm fyrir því að einhver eða einhverjir séu að tengjast því sem ekki eigi það inni. Þegar bókin kom út var farið af stað í mikla markaðssetningu fyrir Hárið og hef ég fengið margar ábendingar um að fólk hafi tengt facebook síðuna “hárið.is” við bókina. Enda leið einungis mánuður frá útgáfu bókarinnar þar til síðan var komin í loftið, einmitt á sama tíma og ég var á fullu í að markaðsetja nafnið á bókinni.

Ég á ekki nafnið “Hárið” en þykir árekstur í ljósi markaðssetningar bókarinnar mjög óheppilegur og eins og þeir sem hafa haft samband við mig bauð þetta augljóslega upp á misskilning um tengsl. Sérstaklega þar sem stendur hvergi hver er á bak við síðuna og ég er á fullu að markaðsetja nafnið á bókinni.

En eins og ég segi á ég alls alls ekki nafnið og þó ég hafi skrifað bók sem fékk nafnið Hárið, þá skrifað ég ekki söngleikinn Hárið og hef ekki verið að reyna að tengja mig við það, en augljóslega er hægt að gera þau mistök að tengja “hárið.is” við mitt verk þar sem hún fjallar um sama efni.

Hvað varðar fagmennsku og slíka umfjöllun þá vil ég árétta að ég er menntuð hárgreiðslukona og eftir fjögurra ára nám í faginu og að hafa unnið við fagið þá þykir mér ég hafa einhvern fróðleik um efnið til að deila. Mér þykir fagmennska í umfjöllun skipta miklu máli en öll gagnrýni er velkomin, án hennar þróast ekkert áfram og við stöðnum.

Ég vil minna á að taka ekki við fagráðleggingum frá hverjum sem er. Ég tek ekki ráðleggingum í lögum frá ólærðum, enda myndi slík aðstoð ekki hafa mikið uppá að bjóða, þess vegna hef ég leitað til fagaðila í því sem ég þarf að fá aðstoð við, hvort sem það er varðandi lagaleg atriði, fjármál eða húðina mina.

 Þessi orð eru ekki beind að fólkinu sem heldur úti síðunni “hárið.is”, enda er öll umfjöllun vefsíðunnar hlutlaus. Þessi orð eru beind að okkur öllum. Setjið spurningarmerki við allar ráðleggingar sem þið fáið/gefið og lesið/skrifið um á netinu. Frá mér meðaltaldri. Reynið að tileinka ykkur gagnrýna hugsun þegar kemur að því að fá ráðleggingar frá öðrum. Kynnið ykkur hver eða hverjir eru á bak við það sem þið takið mark á.

Einhverjir lásu bloggið mitt í gær og tóku úr samhengi það sem ég sagði um námið. Hárgreiðsla er fjögurra ára nám og í kjölfarið þarf að leggja mikla vinnu á sig til að öðlast fagkunnáttu. Það er ekki vilji minn að gera hærra undir einu námi á kostnað annars en það sem ég skrifaði um samanburð við BA nám þykir mér eiga vel við. BA nám er þriggja ára fagnám, hvert svo sem sviðið er. Hárnámið er fjögurra ára fagnám, og því verr og miður hafa margir litið niður á iðnám og hef ég jafnvel í gegnum árin því miður rekist á einstaka aðila sem gera lítið úr þeirri menntun sem býr á bakvið háriðn og þeim sem hafa valið sér þetta verðuga fagsvið.

Til að koma í veg fyrir alla mögulega gagnrýni á það sem ég er að skrifa hér vil ég árétta að ég er sjálf á þriðja ári í mínu BA námi. En ekki taka þetta úr samhengi kæri lesandi, ég er ekki að gera hærra undir einu námi fram yfir annað, ég vil bara að fólk viðurkenni þá miklu vinnu sem býr á bakvið hvert nám fyrir sig.

Ef þú hefur ekki í misgripum talið mig tengjast “hárið.is” þá þakka ég þér samt kærlega fyrir að hafa nennt að lesa niður alla þessa bloggfærslu en annars þá vil ég einungis koma þessu fram til áréttingar um það að ég er ótengd þessari síðu að öllu leyti. Enda legg ég mig fram við það að koma alltaf fram undir nafni einsog ég geri hér á Trendnetinu.

Í gær fékk ég mjög harða gagnrýni fyrir skrif mín og var gagnrýnin flest beind að mér persónulega og var ég einfaldlega ekki að höndla það. Ég hef gefið mig út fyrir að vera með breitt bak og sterk bein, en svo þegar hríðskotin féllu á mig þá gerði ég mér grein fyrir því hversu brothætt ég er og viðkvæm.

Það sem ég hef lært af þessu er að skrifa ekki blogg í ham, ritskoða vel það sem ég hef að segja og bera virðingu fyrir netinu.

Að því sögðu vil ég biðja þá lesendur afsökunar sem ég hef sært, en það var ekki ætlun mín. Finnst mér mjög leiðinlegt hvernig þetta fór og vona að þið getið fyrirgefið mér.

Kærleikskveðja

Theodóra Mjöll

 

 

Túperingarbursti

Skrifa Innlegg

19 Skilaboð

  1. Berglind V

    27. February 2013

    <3

  2. Nafnlaus

    27. February 2013

    Mér finnst alveg voðalega leiðinlegt að fólk geti nú ekki búið til umræðu án þess að hún þurfi að verða gerð neikvæð og persónuleg. Mér finnst nú frekar að ákveðnir netnotendur ættu að biðja þig afsökunar.

    Ég skil þig mjög vel, eðlilegt að vera pirraður og sár yfir svona aðstæðum þegar maður hefur lagt mikið til í (mjög góða) vinnu, og það þarf mikinn þroska að viðurkenna það að þrátt fyrir að þetta sé ekki ólölegt þá er þetta óþæginlegt og mér finnst bara sjálfsagt að þú komir því á framfæri.

    Takk fyrir góð hárráð, blogg og bók.. tveir þumlar upp fyrir þér !

  3. Sirrý

    27. February 2013

    Þú ert bara yndisleg elsku Teó mín. Átt bara hrós skilið fyrir alla þína vinnu! Knús & kossar <3

  4. Lesandi

    27. February 2013

    Áfram þú! Ég skil þig mjög vel að vilja árétta það að þú stendur ekki fyrir hárið.is
    Þessi gagnrýni sem þú fékkst á þig finnst mér ósanngjörn.
    Finnst bloggið þitt frábært og ég held áfram að vera dyggur lesandi.

  5. Jovana

    27. February 2013

    Fannst ég þurfa að senda þér hrós. Þú stendur þig vel og mér finnst viðbrögð þín mjög eðlileg. Gangi þér vel.!:)

  6. Silja

    27. February 2013

    Ég skildi vel að þú vildir koma því sem þú skrifaðir í gær á framfæri og fannst þú alls ekki tala niðrandi til eins né neins. Leiðréttir þann misskilning að þú stæðir ekki á bakvið síðuna hárið.is og bentir fólki vinsamlega á að taka ráðleggingum (hvað þá frá ófaglærðum) með fyrirvara. Komst þínu vel til skila þó þú værir augljóslega sár. Það er nauðsynlegt að standa með sjálfum sér :) Mér finnst mjög gaman að lesa bloggið þitt og þá sérstaklega allt um hár, skrifaðu endilega meira um það!

  7. þóranna

    27. February 2013

    veist hver er fan nr eitt elskan… ekki allir sem eiga 10 ára gömul listaverk eftir þig;) elska þig besta min:* ert alltaf hetjan min no matter what.

  8. Helga

    28. February 2013

    Ég er ótrúlega ánægð að þú hafir svarað fyrir þig. Í fyrstu hélt ég að síðan væri tengd þér enda finnst mér tengingin eh svo augljós. Finnst að eigendur þessarar síðu ættu að biðja þig afsökunar, ekki öfugt!!!
    Á bókina þína og gaf fullt af stelpum hana í jólagjöf, dásamlegar bók sem ég veit að mikil vinna hefur legið í að koma frá sér.

  9. NN

    28. February 2013

    Efninu ótengdu: Eftir hvaða listamann er þessi Uglumynd? Svakalega flott mynd og ég væri til í að geta skoðað fleiri í sama stíl :)

  10. Lesandi

    1. March 2013

    Hrós til þín, þetta er uppáhalds hlutinn minn af Trendnet og umfjöllun þín og skrif eru alltaf fagmanleg og vel sett fram. Að “vera á netinu” getur sett mann í viðkvæma stöðu og auðvelt fyrir einstaklinga að ráðast að þér í skjóli þess að vera “nafnlaus” ( eins og ég er t.d núna) Hins vegar vona ég að þú dragir af þessu einungis góðan lærdóm og staðfestingu á að þú ert að gera góöa hluti og þinn boðskapur nær langt, líklegast lengra en þig grunar. Þú stendur þig stórkostlega og ég nýt þess að lesa bloggið, fylgjast með og flækja krulluburstann í hárinu mínu á meðan ég æfi mig eftir bókinni þinni góðu. Bestu kveðjur

  11. Theodóra Mjöll

    1. March 2013

    Takk kærlega fyrir góð viðbrögð og falleg ummæli :)

    Þið eruð yndisleg <3

  12. Adda Soffía

    1. March 2013

    Þú ert líka yndisleg! áfram þú :)

  13. Anna

    1. March 2013

    Ég elska bloggið þitt! Fannst færslan í gær bara flott og skil þig mjög vel að vera svekkt út af þessu.

  14. Lesandi

    4. March 2013

    Mér fannst gott hjá þér að koma því á framfæri að hárið.is væri ekki tengt þér og mér fannst bloggfærslan þín bara flott. Keypti mér bókina þína um jólin og mér finnst hún frábær. Áfram þú !

  15. Anna Sigrún

    4. March 2013

    Og enn heldur þú áfram að líkja hárgreiðslunámi við BA próf. Ef hárgreiðsla er 4 ára þá er BA próf 7 bara svona til að hafa þetta á hreinu. Þessi staðreyndarvilla sem þú heldur áfram að leggja fram fer alveg svakalega mikið í taugarnar á mér!!

    Good luck!

    • nafnlaus

      5. March 2013

      BA gráða er ekki 7 ár, heldur 3 og MA gráða yfirleitt 2 ár.

  16. Nafnlaus

    22. March 2013

    @Anna sigrún , hárgreiðslan er mjög krefjandi nám og alls ekki auðvelt. Það að þú skulir vera að bera saman allt ba nám við hárgreiðsluiðnina sem slíka sýnir einfaldlega bara þína fáfræði. Mér finnst tímabært að fólk fari að bera meiri virðingu fyrir iðnnámi í dag. Bók theodoru er metsölubók og þar er hún að gera mjög góða og faglega hluti sem hún á svo sannarlega hrós skilið fyrir. Sem hárgreiðslumeistari til margra ára tek eg ofan fyrir henni og þessi gagnrýni i hennar garð finnst mer mjög orettlat.