Jæja, þetta er eitthvað sem ég ætti auðvitað að vera löngu búin að skrifa um, en túperingarbursti er algjört möst stelpur!
Burstinn býr yfir þeim eiginleika að hægt er að gera hárið mjög stórt með lítilli fyrirhöfn. Hann býr til góða og endingarmikla túperingu, án þess þó að það verði of flókið. Ástæðan fyrir því að burstinn nær svo góðri túperingu er sú að það eru stutt og síð hár/angar í burstanum sem gerir það að verkum að þegar hárið er túperað, fara mun fleiri hár niður með burstanum en ef notuð er venjuleg pinnagreiða.
Af því að burstinn hefur mjúk hár, er hægt að túpera það mjög stórt og mikið og greiða svo yfir túperinguna með því að halla burstanum í ca 45°. Þannig færðu fallegt og slétt yfirborð en túperingin helst vel undir. Því meira sem þú greiðir yfir, því sléttari verður áferðin.
Einn túperingarbursti á hverja skvísu! Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!
Hægt er að fá túperingarbursta á nokkrum hárgreiðslustofum eins og Rauðhettu og Úlfinu, Slippnum og Kompaníinu.
Skrifa Innlegg