Golden Globe verðlaunahátíðin var haldin í 70 skiptið í gærkvöldi. Það sem ég tók einna mest eftir á rauða dreglinum var að skvísurnar voru allar með mjög svipað hár. Stórir liðir og greitt til hliðar, annaðhvort slegið eða sett létt upp.
Mér þykir þetta ofboðslega fallegt, og er ég persónulega mikið fyrir klassískar fallegar krullur, en það virtist enginn þora að taka almennilega áhættu. Ég er að spá í að mæta til LA fyrir næstu verðlaunahátið og hrista aðeins upp í liðinu ;)
Skrifa Innlegg