Settu hárið í tagl. Gott er að fela teygjuna með því að vefja hárlokk utan um teygjuna.
Taktu lítinn lokk upp við teygjuna og byrjaðu að flétta hann. Taktu svo alltaf einn lokk með í fléttuna aftar úr taglinu og bættu honum við.
Gerðu þetta áfram niður með hárinu. Mundu að taka alltaf lokk með í hvert skipti sem þú fléttar.
Þegar þú ert komin alla leið niður settu teygju í endann. Lyftu svo efsta hluta tagl-fléttunnar upp og leggðu hana aðeins aftur að teygjunni efst (byrjuninni á taglinu)
Festu tagl-fléttuna niður með spennu/m. En þó bara efst.
Ef þú vilt ekki að endinn standi niður úr, beygðu þá upp á hann og festu með spennu AFTAN í fléttuna.
Skrifa Innlegg