fbpx

Á ÓSKALISTANUM:

Á óskalistanum mínum þennan mánuðinn eru svokölluð Naked shampoo – ég rakst á þessa snilld inná Lush.com og eftir smá athugun komst ég af því að það eru rúm 5 ár síðan Lush byrjaði að framleiða stykkin..

Ég hef lengi ætlað mér að hætta nota sjampó, enda mjög mengandi vara fyrir umhverfið, svo er það bleiki fíllinn í þessu samhengi, en það eru allar plastflöskurnar sem notaðar eru undir sjampóformúluna. Ég hef þó alltaf hætt við að hætta (haha) áður en hárið byrjar að hreinsa sig sjálft, því ég höndla ekki að hafa skítugt hár.
Agalega hlakkar í mér að komast yfir vöruna og prufa hana, vonandi stenst hún allar mínar væntingar, en ég hafði ekki hugmynd um að vara að þessu tagi væri til, enda tiltögulega nýbyrjuð að pæla að alvöru hvaða vörur ég get skipt út fyrir þær sem hafa slæmt áhrif á umhverfið. Ég mun auðvitað uppfæra ykkur hvernig mér líkar vöruna þegar ég hef nælt mér í eitt stykki og notað það í einhvern tíma.

En fyrir áhugasama þá er Naked Shampoo frá Lush einhversskonar sjampó stykki, eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan, það fylgir engin plastnotkun stykkjunnum og færðu stykkið bert (eða nakið svo ég vísi nú beint í heiti vörunnar). Formúlan á einnig að vera umhverfisvænni heldur en er í þessum hefðbundnu sjampó-um!
En þið getið lesið nánar um vöruna hér :) 

Takk fyrir að lesa,

x Melkorka 

 

 

LAST DAY OF SCHOOL

Skrifa Innlegg