fbpx

SÍÐUSTU DAGAR:

Við Doddi höfum verið í Kaupmannahöfn sl. daga og hefur sú dvöl verið virkilega nice hingað til, en í dag förum við yfir til Stokkhólmar, og hlakka ég mikið til að skoða þá borg.

Ég hef aldrei komið til Kaupmannahafnar fyrir utan eitt stutt stopp þegar ég var 7 ára og var ég alls ekki svikin af þessari mögnuðu borg sem Köben er og kom hún mér virkilega óvart – á jákvæðan hátt, auðvitað.

Tískan hérna og vibe-ið er mjög skemmtilegt og gott, og skil ég vel af hverju Íslendingar eru sjúkir í borgina – sjálf gæti ég ímyndað mér að búa hérna, enda væri það frekar hentugt þar sem Doddi er hálfur dani.

En við höfum brallað ýmislegt sl. daga, t.a.m fórum við á safnið Glyptotek og var það virkilega fallegt safn, sem ég mæli eindregið með. Síðan erum við búin að borða góðan mat, enda miklir mathæðingar – en við snæddum á Kokkariet sl. laugardag sem var mjög gott en sömuleiðis öðruvísi, svo fengum við okkur einnig sjúkt shawarma á kebab stað á Strikinu sem kallast Shawarma n.1 – ef þið eruð fyrir austur-evrópskan mat er þessi staður eitthvað fyrir ykkur, svo erum við auðvitað búin að versla eitthvað og að sjálfsögðu skoðað okkur um, þá meina ég helst þessa týpisku túristastaði eins og Christaniu, Nyhavn ofl. sem er must að sjá í fyrsta skiptinu sínu til Köben – ekki satt?

xx

Melkorka Ýrr

 

NEW IN: LE LABO

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Katla Þormars

    22. August 2017

    Elska myndirnar! <3