Þá hafa sænsku risarnir loksins tilkynnt hvaða tískuhúsi þeir fara í samstarf með næst, en það er enska merkið ERDEM. En eins og eflaust margir kannast við hefur H&M áður gefið út samskonar fatalínur og þá með Balmain (2015) og Kenzo (2016).
Erdem Moralioglu, yfirhönnuður og jafnramt eigandi Erdem hefur aldrei hannað föt fyrir karlkynið áður, svo það verður skemmitlegt að sjá hvernig fer, og þá sérstaklega þar sem samstarfið milli H&M og Erdem er öðruvísi en áður hefur verið, að því leytinu til að Erdem er lítið þekkt innan “street-style” senunnar, annað en Balmain og Kenzo og verður þar með virkilega áhugavert að sjá útkomuna og sömuleiðis kúnnahópinn í byrjun nóvember þegar línan fer í sölu.
Baz Luhrmann og Erdem Moralioglu
Þið sem fylgdust með Gossip Girl og eru aðdáendur Blair Waldorf getið hoppað hæð ykkar af gleði yfir samstarfinu, því vibe-ið sem Erdem hefur unnið með í gegnum tíðina er akkúrat í anda Blair.
Kraftmikli kvenleikin og sömuleiðis smáatriðin í flíkunum hjá Erdem skína svo sannarlega í gegn og hrífa augað.
Moralioglu hefur gefið út að þó hann fari í samstarf með fast fashion keðjunni sem H&M er, munu flíkurnar ekki endurspegla þá iðju, heldur er markmið hans að selja gæða föt á viðráðanlegra verði sem munu endast og fólk geti notað til lengdar, rétt eins og flíkurnar sem hann hefur gert nú þegar.
Sem er bara mjög nice, er það ekki?
Margar smekkskonur hafa sést í flíkum frá þeim, til að mynda:
Sarah Jessica Parker,
Meghan Markle,
Cate Blanchett,
Keira Knightley,
Kate Middleton,
Michelle Obama,
Alexa Chung,
Arizona Muse,
&
Gwyneth Paltrow
og listinn er alls ekki tæmandi
Teaserinn fyrir Erdem x H&M kominn inn á youtube:
Ég er strax búin að spotta flíkur sem ég væri til í að eignast og þá allra helst hlébarðapelsinn á 0:9,
sjúúúúkur
–
Sjálf er ég mjög spennt að sjá útkomuna (eins og ég hef komið inn á áður) enda eru flíkurnar frá Erdem waaay out of my price range og verður verðið þ.a.l viðráðanlegra, sem hentar sér vel fyrir fólk eins og mig :D
Þangað til næst!
XX
Melkorka
Skrifa Innlegg