Ég er viss um að fleiri en ég hafi fengið gæsahúð fram í fingurgóma eftir áhorf á nýju Icelandair auglýsingunni þar sem íslensku fótboltastelpurnar okkar eru teknar fyrir, mögnuð auglýsing og svo virkilega hvetjandi…
-Mynd tekin af mbl.is-
Fyrir einhverju síðan skrifaði ég færslu um kynjamismunn í íþróttum og hversu mikið það fór í taugarnar á mér að sá munur væri bara enn til staðar og það árið 2017 (færsluna er að finna hér), hann hefur þó farið minnkandi með árunum, sem er að sjálfsögðu gleðiefni.
En það að sjá fyrirtæki jafn stórt og útbreitt og Icelandair að varpa ljósi á málefni sem þetta og koma því svona fagmannslega frá sér er eintóm snilld, og get ég rétt svo ímyndað mér að þessi auglýsing hafi opnað augu margra fyrir stelpum í fótbolta og jafnvel stelpum í íþróttum almennt. Og ætla ég að leyfa mér að vona að við flykkjumst sem flest til Hollands í sumar og hvetjum stelpurnar okkar áfram á EM – rétt eins og við gerðum fyrir strákana sl. sumar…
Ég sem kona er svo ofboðslega stolt af kynsytrunum mínum sem prýða landsliðið, enda get ég ímyndað mér að þær hafi mætt þónokkru mótlæti – bara útaf því að vera kona í íþróttum.
Að lokum vil ég hvetja alla til þess að deila myndbandinu og breiða út boðskapnum, því hann er svo sannarlega geggjaður!
Sterk liðsheild. Sterkir einstaklingar. Framundan er EM 2017 í Hollandi. Óstöðvandi #FyrirÍsland pic.twitter.com/zg9Gq3owvA
— Icelandair (@Icelandair) May 9, 2017
XX
Melkorka
Skrifa Innlegg