Grár er einn af þeim litum (ef svo má kalla, þetta er heitt umræðuefni) sem er mjög áberandi í haust. Hvort sem það eru flíkur, naglalökk, skór, innanstokksmunir, handtöskur eða háralitur, grái liturinn er allsráðandi.
Grár hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds”litum” því hann passar við alla aðra liti. Hann er einnig góður einn og sér og er einn af fáum “litum” að mínu mati sem passa saman í mismunandi litatónum/hæðum, það er dökkgrár passar vel við ljósgráan og þar fram eftir götunum.
Það eina slæma við gráa litinn, sérstaklega ef hann er ljós, er að ef þú ert sveitta pían eða sullar á þig, þá er engin undankomuleið- það sést!
Skrifa Innlegg