Ég er búin að fá ótrúlega mikið af fyrirspurnum um hvernig myndavél ég notist við fyrir síðuna. Nú er lögnu kominn tími til að leyfa frábæru vélinni að vera í aðalhlutverki og svara þeim sem eru forvitnir um vélina og eru jafnvel í innkaupahugleiðingum:)
Vélin sem ég er að nota núna er Canon EOS M. Þetta er ný vél frá Canon sem er lítil og nett en inniheldur alla bestu eiginleika Canon vélanna. Þetta er vél sem er mjög meðfærileg og hún fer með mér allt. Hún skilar virkilega góðum myndum hvort sem birtan er góð eða ekki.
En mér finnst eiginlega myndirnar segja allt sem segja þarf og ég hef verið að nota þessa myndavél síðustu mánuði og ég dýrka hana hreinlega. Ég var með Sony Nex 5 áður og mér fannst hún mjög góð – en Canon vélin fannst mér einhvern veginn einfaldara að læra á þó svo ég sé alltaf að læra eitthvað nýtt. Um daginn komst ég t.d. að því að hún er með alls konar filtera sem hægt að að nota til að taka myndir. Svo var ég reyndar mjög lengi að fatta að vélin væri með snertiskjá – það var voða framandi!
Þessi vél fylgdi mér á tískuvikuna í Kaupmannahöfn, hún kom með mér á RFF, hefur verið fjölskyldumyndavélin og uppá síðkastið hef ég verið að prófa að taka sýnikennslumyndböndin mín upp á hana…
Svona í lokin þá langar mig að taka það fram að hvar sem ég kem með myndavélina – ef ég er t.d. í kringum atvinnuljósmyndara þá verða þeir alltaf að fá að kíkja aðeins á vélina. Þeim finnst hún rosalega spennandi og segjast allir þurfa að skoða þessa vél betur – mér finnst það mjög góð meðmæli.
Ef ykkur vantar myndavél þá mæli ég með þessari.
EH
Skrifa Innlegg