fbpx

Annað Dress: Nýr frá AndreA Boutique

Annað DressFallegtFashionÍslensk HönnunLífið MittmakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mín

Á bloggarakynningunni á sunnudaginn í Make Up Store klæddist ég nýju fallegu yfirhöfninni minni sem ég hef tekið ástfóstri við!! Þessi fallegi jakki er úr smiðju Andreu Magnúsdóttur sem hannar undir merkinu AndreA og er með verslun í Hafnafirðinum.

Ég sá um förðun í lookbook myndatöku fyrir hana á föstudaginn var og slefaði bókstaflega yfir þessum jakka sem er fullkominn til að skella yfir sig – ég vissi bara að ég yrði að eignast hann. Andrea mín er algjör snillingur sem er að plana margt skemmtilegt sem ég hlakka til að fá að segja ykkur frá. Svo get ég ekki beðið eftir að fá að sýna ykkur myndirnar úr myndatökunni á föstudaginn var.annaðdresskynning

Á sunnudaginn klæddist ég:

Jakki: AndreA Boutique
Buxur: Just Jude frá VILA
Skyrta: VILA
Sokkar: Selected
Skór: Ofnotuðu Din Sko skórnir mínir :)

annaðdresskynning2

Förðun dagsins var svo í náttúrulegri kantinum með áherslu á þykku augabrúnirnar og varirnar sem voru mattar og bleikar. Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði:

annaðdresskynning3

Andlit:
5 sec Perfect Blur frá Garnier sem primer, Josie Maran Argan Moisture Serum Foundation, BB Skin Perfecting Kit frá Gosh, Diorskin Nude Bronzing Powder frá Dior, Affinitone púður frá Maybelline, Morning Rose varalitur frá MAC notaður í kinnarnar og Lumi Magique Primer frá L’Oreal.

Augu:
Haute & Naughty maskarinn frá MAC og Color Riche le Sourcil augabrúnablýantur frá L’Oreal.

Varir:
Slim Lipstick nr. 403 frá Make Up Store.

EH

 

Snyrtibuddan mín í mars!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sara

  8. April 2014

  Langaði svo að forvitnast hvernig myndavél þetta er? ;)

  • Canon EOS M – skemmtileg tilviljun er einmitt að vinna í færslu þessa stundina um vélina sem birtist á morgun :D

 2. Aldís

  8. April 2014

  OMG – hvað þú ert sæt í jakkanum !!!!