fbpx

Something blue…

Annað DressFashionFW2014Nýtt í FataskápnumTrend

Ég er mikil skyrtukona – ég hef ekki tölu á því hversu margar skyrtur ég á og ég hef ekki tölu á því hversu margar skyrtur ég seldi í Kolaportinu. Ég er ekki bara sjúk að kaupa skyrtur á sjálfa mig heldur kaupi ég nánast bara skyrtur ef ég er til dæmis að kaupa fatakyns gjafir. Skyrtur eru bara klassísk eign og ég sé alltaf mikið notagildi í því að kaupa mér fallega skyrtu.

Liturinn sem heillar þó mest er ljósblár og ég eignaðist einmitt eina svoleiðis nú fyrir helgi. Einn lesandi spottaði neðri hluta hennar HÉR og svo rakst ég á mynd af henni í nýlegri færslu frá Elísabetu á meðan ég sat við tölvuna í nýju skyrtunni – svona eru tilviljanirnar skemmtilegar:)

Undanfarið hef ég sankað að mér fínum myndum þar sem blá skyrta einkennir þær allar – ótrúlega tímalaus flík finnst ykkur það ekki líka?

Það var því miður enginn heima til að taka myndir af mér í nýju fínu skyrtunni svo svona efri parts myndir verða bara að duga. Ég elska sniðið á henni en hún er frekar bein en kemur kannski örlítið út að neðan.

bláskyrta2

Skyrta: Vero Moda

bláskyrta

Það sem ég elska líka við þessa skyrtu er að hún er úr Green Attitude línunni frá Vero Moda. Vörur úr þeirri línu eru framleiddar á umhverfisvænan hátt og úr sérstaklega umhverfisvænum efnum. Oft er þá verið að notast við lífræn eða endurunnin efni. Það er auðvitað frábært að hægt sé að endurvinna efni og nýta þær í svona nýjar og fínar flíkur og líka frábært fyrir okkur kaupalkana að hafa séns á að kaupa flotta umhverfisvæna tískuvöru.

Skyrtan er fyrsta flíkin sem ég kaupi mér úr Green Attitude línunni og ég vona að það komi fleiri fallegar flíkur á næstunni frá línunni því ég er heilluð af hugsuninnni!

Bláar skyrtur munu leika stórt hlutverk í mínum haustfataskáp og þessi mun þar fara með aðalhlutverið ég er alveg in love.

EH

Varalitadagbókin #23

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Inga Rós

    17. August 2014

    Ó hvað ég vildi óska þess að ég væri ekki með svona erfið brjóst, get ekki notað skyrtur út af þeim. Fallegt!

  2. Björk

    20. August 2014

    Ædisleg, veistu hvad thessi typa heitir?