fbpx

Nýtt í fataskápnum

Annað DressÉg Mæli MeðFallegtFashionNýtt í FataskápnumTrend

Jú hún kom uppúr einum hátíðarpakkanum – elsku peysan sem mig var búið að dreyma um svo lengi. Reyndar kom hún úr óvæntri átt mig grunaði dáldið að ég myndi fá hana frá sambýlismanninum mínum. Hann fékk þó aldrei tækifæri á því þar sem gjöfin barst mér fyrir jól.

Svo ég segi ykkur nú alla söguna þá hef ég alltaf verið mikill aðdáandi Farmers Market flíkanna og verið svo heppin að hafa átt nokkrar og sonur minn líka. Ég hef bara góða reynslu af flíkunum sem mér finnst fullkomnar fyrir Ísland. Þær eru langflestar ótrúlega hlýjar, þær eru vandaðar, þær einkennast af bara Íslandi og svo eru þær íslensk hönnun og mér finnst alltaf gaman að styrkja einmitt þá hönnun.

Ég sendi tölvupóst á Farmers Market fyrir jólin þar sem mig langaði að fá að forvitnast hvar besta úrvalið af flíkunum væri því mig langaði svo að setja saman skemmtilegar jólagjafahugmyndir fyrir síðuna með m.a. vörum frá merkinu. Mér var bent á verslunina útá Granda – þið sjáið allt um hana HÉR – svo ég gerði mér ferð þangað. Við mér blasti ein flottasta verslun sem ég hef komið í og úr varð að ég tók svo mikið að myndum að ég ákvað að skrifa bara heila færslu um verslunina og leyfa lesendunum að heillast af versluninni eins og ég. Sérstaklega þar sem ég hafði ekki hugmynd um hana og mér finnst svo gaman að deila með ykkur einhverju skemmtilegu :)

Ég vona að þið hafið nú kíkt í búðina og ef þið hafið enn ekki gert það drífið ykkur endilega. En seinna sama dag og færslan birtist fékk ég símtal frá Bergþóru sem er yfirhönnuður Farmers Market. Hún þakkaði mér innilega fyrir fallega og einlæga færslu og sagði mér að hún væri með smá glaðning í búðinni fyrir mig. Eitthvað sem ég átti engan vegin von á og þakkaði henni kærlega fyrir það. Ég varð strax svo spennt og fór strax daginn eftir. Þar tók Bergþóra á móti mér með knúsi og afhenti mér poka sem innihélt þessa fallegu peysu. Ég stóð stjörf í sömu fótsporum og trúði ekki mínum eigin augum. Það lá við að ég táraðist af þakklæti og ég varð gjörsamlega orðlaus enda átti ég engan veginn von á þessu. En hún sagði mér að henni hefði langað svo mikið að ég fengi að eignast þessa peysu þar sem það væri ekki mikið eftir af henni og hún kæmi kannski ekki aftur.

Peysuna hef ég ofnotað síðan ég fékk hana og ég hef notað hana nánast uppá dag. Hún er fullkomin í janúarkuldanum sem er úti núna og mér finnst hún passa við allt. Hún er kannski heldur þunn til að vera í einni og sér en ég hef vanið mig á að skella henni yfir aðrar yfirhafnir til að geta notað hana sem mest. Ég er líka allt í einu orðin algjör kuldaskræfa svo hún bjargar mér heima á kvöldin þegar ég er að krókna úr kulda.

farmers2farmersfarmers3 farmers4

Þessi verður svo sannarlega ofnotuð á næstunni og ég er svo þakklát fyrir þessa fallegu hátíðargjöf.

Takk kærlega fyrir mig Farmers Market ég er í skýjunum með fallegu yfirhöfnina mína. Þessi verður svo að sjálfsögðu tekin með til Kaupmannahafnar í lok janúar – ég segi ykkur betur frá þeirri ótrúlega spennandi ferð á næstunni – um leið og ég veit meira um planið. En þetta er engin skemmtiferð heldur vinnuferð – ef þið pælið aðeins í dagsetningunni þá fattið þið hvað ég er að fara að gera ;)

EH

Trend: Dragtbuxur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Aldís

    7. January 2014

    Við systurnar eigum eina svona saman <3 Hún er æði !!