fbpx

Falleg verslun úti á Granda

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðFallegtÍslensk HönnunJólagjafahugmyndirLífið Mitt

Í síðustu viku lá leið mín útá Granda. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með hvað þetta hverfi er að sækja í sig veðrið. Á þessu ári opnaði þar besta ísbúð bæjarins, Valdís og besti brunch staður bæjarins, The Coocoo’s Nest. Svo er þar ofboðslega falleg verslun sem merkið Farmers Market er með sem er staðsett eiginlega innst í hverfinu úta Granda og kemur í kjölfarið á gömlu verbúðunum. Verslunin heitir Farmers & Friends og þar kennir ýmissa grasa. Ég fékk leyfi til að taka upp myndavélina og fanga á stafræna myndavél það sem á vegi mínum varð.

IMG_5055Hér sjáið þið hvernig verslunin lítur utan frá.

Smellið endilega á myndirnar til að sjá þær stærri.

 

Þetta er virkilega flott verslun sem er alveg hægt að missa sig í – ég hitti hana Bergþóru hönnuð hjá Farmers Market sem sagði mér að búðin væri bara eins og department store. Þarna er húsbúnaðardeild, barnadeilt, konudeild, herradeild, snyrtivörudeild og svo marg marg fleira :)

 

IMG_4987Ein speglapósa á dag kemur skapinu í lag – ég lofa!

Ég og Tinni eigum flíkur frá Farmers Market, ég á brúnu peysuna með hlébarðamunstrinu eins og svo margar aðrar konur. En efst á óskalistanum fyrir jólin er peysan Tjörn í þessum svarbrúna lit með gráa munstrinu. Mig er búið að langa svo alltof lengi í hana að það er eiginlega pínlegt finnst mér :) Greyið ég vil ekkert meira en að eignast þessa peysu – finnið þið ekki til með mér – djók ;) Svo á Tinni hvíta ullargallann sem ég dýrka, hann er ekki bara sjúklega sætur heldur er hann ótrúlega hlýr og góður. Þarna sjáið þið svo líka nýjar flíkur frá merkinu sem eru hluti af haustlínu merkisins, eins og rúllukragapeysurnar, vaxjakkinn og ullarsláin.

IMG_4998

Ég mæli svo sannarlega með að þið kíkið útá Granda á næstunni, komið við og fáið ykkur góðan mat, ís í eftirrétt og njótið þess að rölta um þessa fallegu verslun. Það gerði ég svo sannarlega.

EH

Maybelline glaðningur fyrir fjóra heppna lesendur!

Skrifa Innlegg