fbpx

Trend: Dragtbuxur

Annað DressÉg Mæli MeðFashionNýtt í FataskápnumShop

Þessa stundina er ég ótrúlega skotin í buxnadrögtum og ég tók samt eiginlega ekki almennilega eftir því hvað ég var mikið farin að pæla í þeim fyr en ég fór að grafa mig í gegnum myndirnar sem ég hef sankað að mér á desktopið í tölvunni minni.

Mér finnst eitthvað svo rosalega kraftmikið við konur sem ganga í buxnadrögtum, þetta er klassískt lúkk sem þarf þó ekki að vera einhæft eins og þið sjáið á þessum myndum. Buxnadragtir geta komið í alls kyns mismunandi stílum, litum, munstrum og efnum.

c23871f35d831d38c7ccbf67065ea5d9 a909d28473c3cec6c98bdc35333e6ccc 371fa7863350ec5a2e1ffffafd30233e 177cdf6971c172e68dfe15ecfd842aaa 4040f674f9fc0ee83016d26ed1bb486f 045e98df080af50d6ba720079ca087c1 2a3b31774c29f088ea3c8c3dac101580

Það er ekkert sérstaklega auðvelt að verða sér úti um flottar dragtir hér á Íslandi. Reyndar með tilkomu dömudeildarinnar í JÖR jókst úrvalið margfalt og ég hef augastað á einni dragt þaðan nú þegar. En þangað til að fjárhagur leyfir þá tók ég þá ákvörðun að setja þau innkaup aðeins á ís.

En heppnin varð með mér þegar ég kíkti í Smáralindina um daginn á skvísurnar í Vila og fann þar fullkomnar dragtbuxur á fáránlegu verði ef ég segi sjálf frá. Ég gekk svo langt eftir að ég hafði prófað buxurnar að fá mér báða litina sem voru til þó með nokkra daga millibili.

vilabuxur4 vilabuxur3 vilabuxur2 vilabuxur5 vilabuxur

 Ég fékk mér fyrst svarta litinn og þegar ég sá hvað í stefndi eftir mikla ofnotkun dreif ég mig aftur í Vila og fékk mér bláar. Buxurnar kosta 6500 kr sem mér finnst ótrúlega lítið verð fyrir svona buxur. Ég er búin að skella báðum í þvottavélina á 40° og það sér ekki á þeim – það besta er líka að það þarf ekkert að hafa fyrir því að strauja þær.

Ég er nú ekki í þannig starfi að ég þurfi að vera í drögtum á daginn en ég nota buxurnar mjög mikið. Hér sjáið þið svörtu buxurnar…

vilabuxur7Buxur: Vila
Skyrta: Vila
Skór: Vagabond, skór.is
Staður: KEX

Þær bláu hef ég svo notað líka með þessari skyrtu svo ég sé kannski ekki alveg alltaf svört frá toppi til táa og líka við fallegu gulu Esprit peysuna mína.

Mæli með þeim – 6500 kr er ekki neitt fyrir buxur hvað þá 13.000 fyrir tvær. Vila hefur á stuttum tíma orðið ein af mínum uppáhalds verslunum. Ástandið er orðið það slæmt að ég þekki allar skvísurnar sem vinna í búðinni þeirra í Smáralind, ég veit uppá hár hvenær nýjar vörur eru komnar og oftar en ekki bíða mín fráteknar flíkur inná lager sem stelpurnar eru vissar um að ég muni falla fyrir – þær hafa alltaf rétt fyrir sér:)

Frábær föt, frábær verð og frábær þjónusta!

EH

Áramótaförðunin og dressið

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Sirra

  5. January 2014

  Keypti þessar svörtu um daginn.. þær eru svo þægilegar!

 2. Bryndís

  6. January 2014

  Dragt buxur eru svo geðveikt flottar! Veistu hvar maður gæti mögulega fengið þessar efstu? :)))

  • Reykjavík Fashion Journal

   6. January 2014

   Nei, hef ekki séð svona útvíðar því miður, lofa að hafa þó augun opin ;) Mæli samt með Vila buxunum, fáránlega þæginlegar!