fbpx

Mótun andlitsins – sýnikennsluvideo

ChanelFörðunarburstarFræga FólkiðHúðHyljarilorealLúkkMACMakeup ArtistMaybellineSýnikennslaYSL

Það er orðið allt of langt síðan ég lofaði sýnikennslumyndbandi fyrir það hvernig ég notaði ljósan og dökkan hyljara til að móta andlitið. En ég skrifaði færslum það HÉR sem ég nefndi Stríðsmálningin.

Að móta andlitið fyrst með ljósum og dökkum hyljurum er mjög vinsælt meðal makeup artista um heim allan og sérstaklega þegar kemur að því að farða stórstjörnur fyrir rauða dregilinn. Þá eru þettir hyljarar notaðir í andstæðum litum til að móta andlitið, draga fram og skyggja, og léttur farði settur yfir. Ég sýni þetta allt í videoinu hér fyrir neðan sem ég vona að þið hafið not fyrir og svari mögulega spurningunum ykkar fyrir það hvernig ég blandaði litunum saman.

contrastingvid6 contrastingvid5

Hér sjáið þið svo betur vörurnar sem ég notaði í þessu sýnikennsluvideoi…

contrastingvid

Húð:
True Match Concealer frá L’Oreal, Top Secrets BB Cream frá Yves Saint Laurent og Dream Touch Blush frá Maybelline.

Augu:
Brow Drama augabrúnalitur frá Maybelline og Haute & Naughty Lash maskari frá MAC.

Varir:
Rouge Allure Extrait De Gloss frá Chanel í litnum Controversy nr. 72.

Stundum þarf maður ekkert að flækja farðanir með alltof mikið af vörum:) Hér fyrir neðan sjáið þið svo betur hyljarana tvo sem ég notaði. Ég var með lit nr. 1 og lit nr. 4 en það er til einn dekkri litur í viðbót en þessi nr. 1 er sá ljósasti. Þetta eru eiginlega uppáhalds hyljararnir mínir. Ég nota sjálf lit nr. 1 á hverjum einasta degi. Hann hylur bara allt sem þarf að hylja, ef ég fæ bólu þá hverfur hún undir hyljarann og sama má segja um bauga í öllum regnbogans litum:)

contrastingvid2

Loks er hér smá lokamynd af heildarlúkkinu. Ég vildi bara leyfa mótuninni að vera í aðalhlutverki í þessu myndbandi svo ég var ekkert að stressa mig of mikið á því að vera með einhverja svaka förðun en ég vildi samt gera smá meira, alla vega klára förðunina:)

contrastingvid4Ég vona að þetta hafi hjálpað ykkur – einhverjar séróskir fyrir næstu sýnikennslumyndbönd?

EH

Must Have fyrir Makeup fíkla!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

16 Skilaboð

  1. Lísa

    19. March 2014

    Takk fyrir flott myndband. Ein spurning, getur þú mælt með einhverjum sem er klár í augabrúnum? Ég er að “safna” og þarf sérfræðing í málið :)

    • Ég fer til hennar Hörpu í turninum í Kópavogi. Hún er frábær, góð vinkona mömmu minnar svo ég er búin að þekkja hana alla ævi og hún er ein af fáum sem ég treysti fyrir mínum brúnum :D

  2. Rúna

    19. March 2014

    Takk fyrir þetta myndband! Akkúrat sem ég þurfti!! En, mér langar geðveikt mikið til að sjá brúnt smokey eye, eða winged eyeliner sýnikennsluvídeó :))

  3. hrafnhildur

    19. March 2014

    Þetta er æðislegt video.
    Mig til að segja þér að þú átt nýjan aðdánda frá og með deginum í dag, 4ja ára dóttir mín elskar að horfa á sýnikennslurnar þínar. Vildi frekar horfa á þig en teiknimyndir.
    Takk fyrir okkur ;)

  4. Svart á Hvítu

    19. March 2014

    Mér finnst svona alltaf jafn fyndið þó að ég elski útkomuna!!!:)

  5. Sandra

    19. March 2014

    Hvað fleiri hyljurum mælirðu með til þess að gera þessa skyggingu?

    • Þéttir hyljarar fyrst og fremst, svona kremaðir eins og L’Oreal sem ég nota virka vel þar sem það er auðvelt að blanda þeim saman. Það eru mörg önnur mekri með svona hyljara. Auk þess væri hægt að nota hyljara í stiftformi til að gera þetta. Helsta merkið sem mér dettur fljótlega í hug væri kremhyljararnir í túbunum frá Shiseido þeir eru æði í þetta :)

  6. Anna

    20. March 2014

    Flott myndband :) En ein spurning, er ekki betra að nota highlighter ?(t.d. eitthvað í líkingu við prep&prime highlighterinn frá MAC) Förðunarfræðingur sagði mér einu sinni að það kæmi grár tónn ef maður væri að nota hyljara í að “highlighta”.

    • Þú getur gert það en ég myndi gera þetta svona undir farðanum. Þú þarft kannski að passa tóninn í hyljaranum en þessi kemur vel út getur líka notað td lumi hyljara sem eiga líka að highlighta. Hins vegar gætirðu bætt hér highlughter aftur yfir til að lýsa enn frekar upp:)

  7. Anna

    23. March 2014

    Góð færsla! Ég væri til í að sjá töff árshátíðarförðun með dökkum varalit fyrir næstu helgi :)

  8. Sigga

    24. March 2014

    hvaða lit notarðu fyrir BB kremið? og hvað eru margir litir? :)