fbpx

Lúkk Kvöldsins

Bobbi BrownLífið MittlorealLúkkMACmakeupMakeup ArtistMaybellineNáðu Lúkkinu

Í gærkvöldi var ferðinni heitið í leikhús á stórkostlega uppfærslu Borgaleikhússins á söngleiknum Mary Poppins. Þetta var frábær sýning í alla staði og svo skemmir ekki fyrir að fá að leika kærustu í eitt kvöld á meðan molinn er í pössun:)

Hér sjáið þið makeup lúkkið. Þar sem ég er alltaf á síðustu stundu þegar við erum að fara út – eitthvað sem gerðist eftir að lilti kúturinn komí heiminn – þá ákvað ég að hafa þetta mjög einfalt. Ég setti bara eyelinerblýant meðfram efri augnhárunum og dreifði úr honum til að fá mjúka áferð á augun. Blýanturinn er úr síðustu hátíðarlínu frá MAC og er svarkoparbrúnn með gylltu glimmeri. Svo er ég ótrúlega skotin í þessum nýja maskara frá L’Oreal sem ég er búin að nota nánast uppá dag síðan ég fékk hann – meira um hann síðar;)

Húð: Long-Wear Even Finish Compact farði frá Bobbi Brown, sólarpúður frá Maybelline,
Dream Touch gelkinnalitur frá Maybelline
Augu: Orpheus eyelinerblýantur úr síðustu hátíðarlínu MAC og False Lash Wings maskari frá L’Oreal.
Varir: Color Sensational Vivids – litur 910 frá Maybelline

Ef þið eruð ekki búin að sjá Mary Poppins – tryggið ykkur þá miða sem fyrst!

EH

Meistaramót Íslenskra Naglafræðinga

Skrifa Innlegg