fbpx

Ljómandi Augu & Kinnar

ÁramótlorealmakeupMaybellineShiseidoSmashboxSýnikennsla

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði…..

  • Byrjið á því að setja ljósasta litinn í pallettunni yfir allt augnlokið – dreifið vel úr litnum þar til hann er alveg búin að samlagast augnlokunum ykkar.

  • Setjið miðjulitinn yfir allt augnlokið uppað globuslínunni og blandið honum saman við þann ljósa.

  • Setjið dekksta litinn í pallettunni yst og innst á augnlokin.

  • Blandið litunum saman til að koma í veg fyrir að það verði skýr litamunur. Notið burstann sem þið notuðuð til að blanda litunum saman til að setja augnskugga meðfram neðri augnhárunum – þannig fáið þið svipaðan lit undir augun og rammið augun ennþá betur inn og komið í veg fyrir að það verði of mikill litur undir augunum.

  • Setjið þykka og litmikla eyelinerlínu meðfram efri og neðri augnhárunum – smudgeið vel úr línunum svo þær mýkist og blandist saman við augnförðunina. Setjið litinn líka í vatnslínuna.
  • Takið svo ljósasta litinn og bætið smá innri augnkrókinn.

  • Svo er það maskarinn – mér finnst alltaf svo gaman að sjá muninn á augnförðuninni eftir að maskarinn er kominn á hann gerir svo mikið, finnst ykkur ekki?

  • Varaliturinn sem ég valdi við er uppáhalds varaliturinn minn frá Maybelline og ef hann hætti einhver tíman þá fer ég að hágráta – hann heitir Delicate Coral og er ljóskóralbleikur. Hann er hinn fullkomni sumarlitur en hann er með svo fallegum sanseruðum glansi að mér fannst hann passa voða vel við þessa förðun.
  • Setjið highlighter púðrið ofan á kinnbeinin og ekki vera hræddar við að setja extra mikið – þetta er eini dagurinn á árinu sem extra mikið er passlegt!

Svo yrði næsta skref að skella á sig gerviaugnhárum og að sjálfsögðu ennþá meiri maskara! Sjá HÉR

EH

Innblástur fyrir Áramótin

Skrifa Innlegg