fbpx

Sýnikennsla – Gerviaugnhár

ÁramótDiorSýnikennsla

Hér fáið þið smá sýnikennslu á því hvernig mér finnst best að setja á mig gerviaugnhár. Ef þið setjið þau rétt á þá eiga þau ekki að pirra ykkur, þið eigið ekki að finna fyrir þeim allt kvöldið. Ég ákvað að nota bara frekar eðlileg augnhár í sýnikennsluna en ég hvet ykkur til að ganga kannski aðeins lengra. Lengi vel var mín “djammförðun” alltaf bara gerviaugnhár og eyeliner – og því stærri augnhár því betra. Make Up Store hefur oftast boðið uppá flott úrval af ýktum augnhárum:)

Byrjið á því að setja maskara á augnhárin bæði efri og neðri – þið getið alveg sleppt því en mér finnst flott að vera með nóg af maskara svo ég geri það alltaf – það getur samt auðveldað ásetninginn að vera búin að setja smá maskara á augnhárin, þau verða aðeins meðfærilegri.

Hér sjáið þið augnhárin sem ég notaði – ég notaði síðan límið sem fylgdi með það er mjög sterkt og glært. Reyndar finnst mér líka gott að vera með DUO límið – þetta með bláu stöfunum – við höndina. Það er svolítið skrítin lykt af því en mér finnst nauðsynlegt að vera alltaf með eitt í snyrtibuddunni því það endist mjög lengi og fer vel.

Byrjið á því að mæla augnhárin við augun ykkar og klippa þau til ef þau eru t.d. of löng. Munið að klippa alltaf af endanum sem á að fara fjær á augnlokið – á flestum augnhárum er nefninlega búið að móta hárin þannig að þau séu styttri á endanum sem á að fara í innri augnkrókinn svo þau séu eins náttúruleg og hægt er.

Þegar þið eruð ánægðar með stærðina á augnhárunum berið þá límið á röndina sem límist við augun ykkar. Ekki setja of lítið af lími og ég set alltaf extra mikið á sitthvorn endann því oft vill hann stingast út og getur meitt. Leyfið líminu að þorna í smástund á hárunum. Ég miða alltaf við að byrja á því að klippa annað augnhárið til setja lím á það og svo klippi ég hitt og set lím á það – þá er límið á fyrra augnhárinu orðið passlega þurrt svo ásetningurinn verður mun einfaldari. Það er svo leiðinlegt að þurfa að halda augnhárinu niðri á meðan það nær taki svo poppar það upp og þá fer kannski lím útfyrir og þið þurfið að byrja á því að laga augnförðunina…

Þið getið bæði notað fingurna eða plokkara til að setja augnhárin á. Þegar ég set á sjálfa mig nota ég vanalega bara fingurna en ef ég er að farða þá nota ég plokkara – aðeins hreinlegra.

Þegar augnhárin eru komin á sinn stað reynið þá að klípa þau saman við ykkar svo þau séu alveg uppvið hvert annað. Bætið svo við maskarann – ég mæli með að þið notið frekar mikið – hér notaði ég Dior Exstase maskarann.

…. og voila! Augnhárin eru klár og ættu ekki að haggast allt kvöldið.

Góða skemmtun á áramótunum:)

EH

Fallegar myndir af REY

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Eva

    29. December 2012

    Fannst þetta svo flott að ég hljóp útí búð og keypti mín fyrstu gerviaugnhár áðan! Var að pæla í einu…er hægt að nota svona tvisvar sinnum? Eða oftar jafnvel – eða eru þau alltaf bara einnota??
    þúsund þakkir fyrir sýnikennsluna!!

    • Reykjavík Fashion Journal

      30. December 2012

      Ójá! bara þvo maskarann og taka gamla límið af:) Ekki nota samt annarra manna nema búið sé að sjóða þau:)