fbpx

Innblástur fyrir Áramótin

ÁramótInnblásturmakeupMakeup Tips

Áramótin eru á næsta leiti og hér eru nokkrar hugmyndir úr tískuheiminum að flottri förðun – nóg af hugmyndum sem henta öllum.

  • Fáið innblástur frá tískuhúsunum – notið tækifærið og prófið að vera með extra blá augnhár ef þið eruð ekki búnar að prófa eins og hjá Stellu McCartney. Svo finnst mér þessi förðun hjá Cavalli (hægra megin) alveg æðisleg – minnir helst á páfuglafjaðrir.

  • Svart smoky er svona go to makeup hjá lang flestum skvísum á áramótunum – en það getur líka verið skemmtilegt að breyta til og gera það kisulegra og sleppa því að setja svartan lit meðfram neðri augnhárunum. Ef þið viljið gera eins og á myndinni til hægri þá mæli ég með því að þið mótið fyrst umgjörðina með svörtum eyelinerblýanti og fyllið síðan inní eða setjið yfir með svörtum augnskugga. Svo finnst mér þessi HÉR fullkomið áramótaförðun.

  • Ekki vera hræddar við að nota og blanda saman ólíkum litum – munið bara að ef þið viljið gera svipað og á myndinni til vinstri þá er fallegast að má út skilin á milli litanna svo þeir blandist svona fallega saman – þá virðast litirnir heldur ekki svo áberandi allt í einu ekki hver og einn alla vega bara saman.

  • Ég get alltaf fengið innblástur úr þessum flotta myndaþætti sem Lisa Eldridge gerði – fyrirsætan er Frida Gustavsson og myndirnar einkennast af fallegum litum, stjörnum og pallíettum!

  • Glimmer er alltaf viðeigandi um áramótin en munið að vera alltaf með límband við höndina til að taka glimmerið sem fer útfyrir. Festir fyrir glimmer fæst í flestum pro makeup búðum hér en sjálf hef ég mikið notað duo lím (best ef þið eruð að líma pallíettur og steina), blauta augnskugga eða jafnvel gloss til að festa glimmer.

  • Mér fannst gaman að hafa svona kreisí myndir með en ég mæli með því að þið farið varlega í þetta – með svona rosaleg augnhár minnkar sjónsviðið og það er leiðinlegt að vera að týna glimmer úr augunum allt kvöldið. Svo getur reynst erfitt að fá áramótakossinn eða jafnvel óþæginlegt með svona mikið af pallíettum á vörunum.

EH

Þau treysta á okkur!

Skrifa Innlegg