fbpx

Silfruð augu við rauðar varir

DiorMACmakeupMakeup TipsMaybellineShiseidoSýnikennsla

Þið verðið að afsaka sýnikennslu leysi gærkveldisins það kom alveg óvænt uppá að við móðir mín skelltum okkur á jólatónleika – Frostrósir Klassík – ég er nánast ennþá orðlaus eftir tónleikana, dásamleg tónlist og stórkostlegir söngvarar!

Þegar ég tók smá season 6 Gossip Girl maraþon um daginn áður en ég horfði á lokaþáttinn þá tók ég eftir því að mín uppáhalds, Blair Waldorf, var mikið með dökka augnförðun og rauðar varir í þáttaröðinni sem er að taka enda og ég ákvað að prófa.

Oftast er nú sagt að sterkar varir og dökk augu fari ekki saman en ef maður fer hóflega í það eins og ég og Blair gerum – setjum t.d. ekki lit undir augun – þá svínvirkar þetta!

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að ná lúkkinu….

  • Byrjið á því að setja svarta kremaugnskuggann yfir allt augnlokið, þið getið annað hvort notað förðunarbursta eða fingurna. Áferðin þarf ekki að vera alveg fullkomin því þið setjið annan augnskugga yfir. Passið bara að liturinn nái alveg uppvið augnhárin af því liturinn á líka að vera eyeliner;)

  • Setjið svo silfurlitaða skuggann yfir allt augnlokið og dreifið vel úr honum yfir allt augnlokið.Það besta við að vera með kremaðan augnskugga undir er að púður augnskugginn hrynur síður því þessi blauti fangar og heldur fast í pigmentin. Þess vegna getur verið mjög sniðugt að setja kremaugnskugga undir kolsvart matt smoky.

  • Setjið svo nóg af maskara – hér væri líka flott að setja gerviaugnhár:)

  • Svo eru það eldrauðar DIOR varir við!

Fullkomið áramótalúkk;)

EH

Ástin 2012

Skrifa Innlegg