fbpx

Annað dress: sumarsæla

Annað DressFylgihlutirLífið MittNýtt í FataskápnumShopSS15Vero Moda

Ó vá hvað gærdagurinn var gjörsamlega fullkominn í alla staði! Veðrið var dásamlegt og ilmur af sumari er svo sannarlega í loftinu og ég vona að það verði bara betra á næstu vikum og mánuðum. Við áttum voða kósý morgun þar sem mamman fékk m.a. að sofa út og svo fórum við í bakarí og loksins fékk Tinni Snær draum sinn uppfylltan og fór á Línu Langsokk. Sýningin er alveg frábær skemmtun fyrir yngstu kynslóðina og Ágústa Eva er ekkert smá flott Lína! Tinni Snær fór grátandi útúr Borgarleikhúsinu miður sín yfir því að þurfa að fara frá Línu og það sama gilti um önnur börn – krúttskalinn var svo sannarlega sprengdur! En foreldrarnir náðu vonandi að bæta fyrir það með kaupum á Línu stuttermabol og buffi sem hann vill bara klæðast síðan þá og gengur um og segist heita Tinni Langsokkur – eru fleiri sem kannast við þetta ;)

Annars langaði mig að deila með ykkur dressi dagsins – sem var reyndar eitt af tveimur þennan daginn því ég fór aðeins fínni í leikhús – mér finnst nauðsynlegtað klæða sig upp fyrir leikhús sama hver sýningin er!

sólardress3

Kúlan fína er nú orðin 24 vikna og ég er bara að njóta hennar í botn. Mér líður miklu betur núna en á síðustu meðgöngu alla vega andlega og ég er loks að fá aðeins að njóta mín þó skrokkurinn sé alveg að fara að gefa sig en með góðri hjálp yndislegs sjúkraþjálfara sé ég fyrir mér að þetta verði nú aðeins bærilegra. En ég auðvitað varð svakalega slæm eftir fallið mitt í hálkunni þegar ég úlnliðsbrotnaði og sef nú einungis með hjálp hitateppis, snúningslaks og meðgöngukodda – það er varla pláss fyrir Aðalstein lengur mér finnst þetta ástand smá fyndið – en ég held hann sé ekki sammála mér ;)

sólardress5

Þetta verður æpti á sólgleraugu og það æpti líka á smá garðstörf. Við sópuðum stéttina fyrir utan hjá okkur, sópuðum líka gangstéttina – þessi sandur var alveg að fara með mig þetta var aðeins of mikið af hinu góða og minnti of mikið á erfiðan vetur svo sandurinn fékk að fjúka burt. Svo sáðum við kryddjurtum sem vonandi fá að blómstra inní eldhúsglugga og nú langar mig í hangandi blómapotta á krókana við útidyrahurðina.

sólardress6

Naglalakk: Bikini so Teeny frá Essie, þetta veður kallar ekki bara á léttari klæðnað og sólgleraugu það kallar líka á fallegt og bjart naglalakk. Þetta er það allra vinsælasta í heiminum í dag – akkurat þessi fallegi blái litur er mest seldi litur af naglalakki í heiminum í dag – hversu tryllt! Þetta lakk er ómissandi fyrir mig í sumar og þið munið sjá hann á fingrunum á mér á áberandi stað innan skamms… – sbr. verkefnið þar sem ég hætti mér enn lengra út fyrir þægindarammann. Lakkið fékk ég í DK fyrir þónokkru síðan.

sólardress9

Körfubolti: 50/50 minn og Aðalsteins <3

Skyrta: Noisy May úr Vero Moda, þessa fengum við núna fyrir helgi og skyrtuóði bloggarinn gat ekki látið hana frá sér fyr en hún varð mín! Verðið skemmdi engan vegin en hún er á 5990kr og er sjúklega góð. Ég er í stærð L ég vildi það einhvern vegin frekar, hafa hana stóra og góða og þá get ég notað hana lengur á meðgöngunni og ég vel svo sem alltaf að taka flíkur enn stærri en ég þarf. Mér finnst hún hrikalega skemmtileg og ég fýla kontrastinn í henni, sumarleg en samt virkar hún allan ársins hring.

sólardress10

Mér finnst ég eiginlega komin með körfubolta framan á mig. Kúlan tók alveg svakalegan vaxtakipp í vikunni og hefur verið svona útstæð síðan. Það eru rosa margir sem eru því búnir að segja við mig að hún hætti þá pottþétt að stækka á einhverjum tímapunkti – ég hef mjög gaman af því að fólk reyni svona að hjálpa mér að slaka á með orðum en reynsluboltinn ég veit að ég mun bara halda áfram að stækka sbr síðasta meðganga ;)

sólardress4

Sólgleraugu: Bianco, þessi eru staðalbúnaður hjá mér í þessu veðri elska þau gjörsamlega því þau passa við allt og sérstaklega sólina finnst ykkur ekki – verðið skemmir ekki heldur 3690kr ;). Meira um þessi HÉR.

sólardress2

Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco, þessir skór eru ofnotaðir en nú þarf ég einmitt að fara að bursta yfir þá með rússkinsbursta og gefa þeim smá yfirhalningu. Þessir eru svo þægilegir og ég elska þá alveg svakalega mikið og þeir eru svona mínir go to skór. Í kjölfarið af þessum flottu línum sem Camilla hefur verið að hanna fyrir Bianco er ég búin að vera fastagestur inná síðunni hennar Camillu og ég mæli eindregið með því að þið fylgið mínu fordæmi. Camilla virkar útá við alveg einstaklega ljúf og góð manneskja, bloggið hennar er svakalega fallegt, allar myndir eru vel unnar og hún svarar öllum. Ef ég merki mynd af mér í skóm frá henni á Instagram t.d. fæ ég alltaf kveðju frá henni – mér finnst voða ljúft að hún taki sér tíma til þess. Fylgist með henni hér – CAMILLA PIHL

sólardress

Dagurinn endaði svo með grillmat og ísbíltúr – fullkominn endir á fullkomnum degi!

Mikið vona ég að dagurinn í dag verði jafn góður og gærdagurinn ég ætla alla veg að eiga dag með Tinna Snæ, pabbinn ætlar smá að fá að rækta sjálfan sig sem er jú nauðsynlegt.

Seinna í dag ætla ég svo að setja af stað þriðja og síðasta sumargjafaleikinn og ég vona innilega að þið hafið haft gaman af þessu uppátæki og að þær sem unnu séu ánægðar með sitt!

Njótið***

EH

Þær heppnu 20 sem fá Lash Sensational

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. arna

  26. April 2015

  fyndið.. ég smellti á camillu pihl og í nýjustu færslunni segist hún vera að koma til íslands :) skrifaði það í dag.

  • haha jújú daman er mætt – hún skrifaði mér einmitt á Instagram og hjartað tók sko auka slag og ólétta konan pissaði næstum í sig af spenningi. Það er ekki oft sem maður á séns að hitta uppáhalds bloggarann sinn:D

 2. Linnea

  27. April 2015

  Beautiful Women <3