fbpx

Þær heppnu 20 sem fá Lash Sensational

Ég Mæli MeðLífið MittMaskararMaybellineNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég er svo sannarlega ekki ein um það að vera spennt fyrir komu nýjasta maskarans frá Maybelline – Lash Sensational. Hann ætti nú að vera kominn á langflesta sölustaði Maybelline hér á Íslandi – t.d. Hagkaup, Lyfja og Kjólar og Konfekt svona fyrir ykkur sem eruð spenntar.

Ég hef alltaf hrifist af möskurunum frá Maybelline og það er sannarlega vel gert að hefja 100 ára afmælisárið með því að setja svona æðislegan maskara í sölu. Ég er sjúklega ánægð með minn en hann hrynur ekki og hann smitast ekki og já hann heldur augnhárunum eins allan liðlangan daginn sem er stór kostur í mínum augum. Til að rifja það aðeins upp þá er maskaranum ætlað að breiða úr augnhárunum þannig þau myndi eins konar blævæng í kringum augun, hann þykkir, lengir og þéttir og þetta er held ég alveg ábyggilega maskari sem mun slá eftirminnilega í gegn hjá Maybelline svo ekki bíða of lengi með að prófa þennan.

lashsensational2

Hér er ég með eina umferð af maskaranum í kringum augun og ég notaði engan augnhárabrettara. Maskarinn þykir mér mjög meðfærilegur og það er lítið mál að setja hann á augnhárin, hann klessir ekki og það er auðvelt að greiða úr öllum augnhárunum. Hann hefur staðist allar mínar prófanir og ég var mjög gagnrýnin ég lofa því en það er helst vegna þess að ég gerði miklar væntingar til hans. Þegar maður gerir svona miklar kröfur og býst við miklu finnst mér ég oftar en ekki verða fyrir vonbrigðum en þessi hefur ekki valdið mér neinum. Formúlan er alveg smitheld og festist virkilega vel en hann er líka svo til vatnsheldur fyrir þær sem vilja það frekar en þá eru svörtu detailarnir á umbúðunum sem þið sjáið hér fyrir neðan ljósbláir að lit.

lashsensational3

Hér sjáið þið svo nöfnin á þeim 20 heppnu sem fá maskarann í sumargjöf frá mér og Maybelline á Íslandi.

Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.53 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.44 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.32 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.23 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.59.02 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.52 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.41 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.33 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.26 PM Screen Shot 2015-04-25 at 8.58.19 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.01.38 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.01.15 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.01.02 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.00.48 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.00.39 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.03.14 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.03.07 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.02.49 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.02.30 PM Screen Shot 2015-04-25 at 9.02.20 PM

Innilega til hamingju með heppnina dömur! Sendið mér endilega línu með fullu nafni og heimilisfangi svo við getum komið möskurunum til ykkar – ernahrund(hjá)trendnet.is :)

Á morgun fer svo þriðji og síðasti sumargjafaleikurinn af stað í samstarfi við I Love… líkamsvörurnar sem eru dásamlegar og alveg fullkomnar fyrir þennan árstíma. Skoðið þær endilega á Facebook síðu merkisins til þess að hita upp fyrir morgundaginn!

Á morgun birtist svo líka dress dagsins í dag – og smá update af körfuboltanum sem hefur nú myndast framan á mér*** Takk kærlega fyrir frábæra þáttöku í maskaraleiknum ég vona að þið hafið jafn gaman af og ég!

EH

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Steldu sólgleraugnastílnum!

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. hjördís Hólm Harðardóttir

  26. April 2015

  Vá takk kærlega fyrir mig :) Eigðu góðan dag:)

 2. Laufey Óskarsdóttir

  27. April 2015

  Já hérna aldeilis lukka með þennan glaðning. Takk kærlega fyrir mig.
  Laufey Óskarsdóttir
  Andresbrunni 4 íbúð 201
  113 Reykjavík

 3. Aldís Þorvaldsdóttir

  29. April 2015

  Sæl Takk æðislega fyrir þetta!
  Aldís Þorvaldsdóttir
  Laufrimi 45
  112 Reykjavík