fbpx

Steldu sólgleraugnastílnum!

FylgihlutirLífið MittSS15Stíll

Nú er komið sumar, sólin er miklu meira áberandi og mér finnst þessa dagana ómissandi að vera með sólgleraugu á nefinu. Ég hef vanið mig á að splæsa í ný sólgleraugu á hverju ári bara svona uppá gleðina og ég vel mér aldrei neitt dýr gleraugu því ég veit að ég er ótrúlega seinheppin og mjög klár að týna hlutum. Sólgleraugu ársins eru búin að sitja á nefinu mínu í nokkrar vikur núna og ég gjörsamlega elska þau!

sólgleraugu

Sólgleraugu 3690kr – Bianco <3

Lúkkið á sólgleraugum ársins er kassalaga og þau eru dökk og dáldið áberandi. Mér finnst ég þola þennan stíl bara ágætlega og gleraugun mín finnst mér óneitanlega svipa til stílsins sem einkennir eina sólgleraugnatýpuna frá Celine – svo það má segja að ég sé svona smá að stela stílnum eða alla vega fá hann lánaðan…

Ég komst að því við gerð þessarar færslu að ég hef ekki verið að standa mig í sjálfsmyndatökum síðustu daga – hvað er í gangi! En í staðin fáið þið innblástur af sólgleraugnastíl þessara dama en gleraugun þeirra svipa öll til minna.

Ég er voðalega skotin í öllu frá Celine þessa dagana og dreymir gjörsamlega um að eignast tösku frá merkinu sem hefur verið á óskalistanum frá því ég heimsótti London seinasta vetur. Ég mun safna mér fyrir fallegri tösku sem verður vonandi mín einn daginn ef ég verð dugleg að spara þó forgangsröðunin fyrir sparnaðinn sé reyndar allt önnur þegar maður verður mamma og íbúðareigandi – við vorum að fá tilboð í að skipta um alla glugga – við þurfum ekki að ræða það verð neitt er það ;)

Ég mæli algjörlega með því að þið kíkið inní Bianco og nælið ykkur í fallegt par af sólgleraugum á góðu verði. Það eru til margir mjög flottir stílar og fyndið smá að labba út með ný sólgleraugu þar út en ekki skópar eins og ég prófaði þarna í þetta eina skipti ;)

EH

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Sumargjöf: frá mér til mín!

Skrifa Innlegg