Myndirnar hér að ofan eru nokkrar vel valdnar frá einnar nætur útilegu sem við Doddi tókum um helgina fyrir vestan.
Upprunulega planið var að keyra norður og heimsækja fjölskylduna mína á Akureyri, enda pabbi ný orðinn 59 ára og fleira. En þar sem mig langaði að vera viðstödd á druslugönguna í Reykjavík sem var á laugardaginn ákváðum við að vera nær bænum og sjáum við alls ekki eftir því.
Við byrjuðum á því að bruna á Hellisand í Viðvík sem er tiltögulega nýr veitingastaður fyrir vestan, en vinkona mín Helga Jóhannsdóttir var að opna staðinn með tengdafjölskyldunni sinni. Ekkert smá góður matur og einn af flottustu veitingastöðum landsins að mínu mati – algjörlega akstursins virði, ef einhverjir úr bænum eru að íhuga að prófa eitthvað nýtt.
Daginn eftir gáfum við okkur góðan tíma til að skoða okkur um vilta vestrið, og vá hvað þetta var magnað – hvert sem maður leit var eins og að horfa á lifandi málverk.
Þegar við höfðum sagt skilið við okkar innri túrista var ferðinni heitið í golf – á einum fallegasta velli landsins að mati Dodda. Sjálf hef ég ekkert vit á golfvöllum en þessi var þó mjög nice og skemmtilegur – Golvöllur Staðarsveitar fyrir áhugasama.
Svo enduðum við daginn og sömuleiðis ferðina á að snæða á Hótel Búðum.
Það mætti segja ég er komin með einhverja útilegudellu þar sem ég get ekki beðið eftir næsta fríi svo ég geti farið úr bænum að tjalda og hafa það gott.
Annars óska ég ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgi!
Takk fyrir að lesa
xx
Melkorka Ýrr
Skrifa Innlegg