Ég er oft spurð hvaðan ég sæki innblástur þegar það kemur að fatavali og fleira. Mér finnst þessi spurning alltaf vera jafn mikill hausverkur þar sem innblásturinn minn kemur allstaðar að, hvort sem það er út á götu, í tímaritum eða jafnvel í tónlistarmyndböndum. Þó er svarið lang oftast það að ég sæki minn innblástur frá fólki sem ég fylgi á samfélagsmiðlum og þá á ég við miðla á borð við pinterest eða instagram.
Instagram er klárlega minn allra uppáhalds miðill og er ég afar virk þar inná bæði að pósta sjálf og svo auðvitað að skoða aðganga hjá öðrum – allstaðar að úr heiminum.
Það er til ógrynni að skemmtilegum aðgöngum á Instagram og get ég ímyndað mér að það geti verið einhverjum afar hugleikið að velja aðganga sem skemmtilegt er að fylgja og höfðar til manns. En eins og ég kom inná áðan þá eru til skrilljón aðgangar en margir eru með eins þemu og stíl, svo það er kannski ekkert endilega skemmtilegt að vera fylgja 10 mismunandi fólki sem á endanum postar mjög líku efni og 10 aðrir notendur..
Annars hef ég sankað að mér hinum og þessum aðgöngum fyrir innblástur og má ég til með að deila með ykkur mínum uppáhalds ,,instagrömmurum”. Suma hef ég verið að fylgja í einhver ár og aðra eitthvað styttra. Annars reyndi ég að hafa listann sem fjölbreyttan þó að flestir af mínum uppáhalds notendum hér fyrir neðan séu frá skandinavíu en það er útaf ég fíla ég það vibe mest..
–
@annijor
hún er klárlega ein af uppáhalds, en hún er persónuleg og einlæg, bæði hvað varðar það að deila stílnum sínum með fylgjendum sínum eða segja frá sínu daglega lífi. S.s ekki einungis glansmyndir á þessum accounti, sem mér finnst persónulega vera góð tilbreyting inn á milli.
@frejawewer
Freju hef ég fylgst með lengi en hún er með mjög fjölbreyttan og skemmtilegan stíl.
@venedaanastasia
Veneda er dönsk/pólsk stelpa búsett í LA. Ekkert smá mikill töffari og leita ég oft inná hennar aðgang í leit af innblæstri.
@emilyelaineoberg
Emily er búsett í NY og lifir heilbrigðum lífstíl sem hún er dugleg að deila með fylgjendum sínum, auk þess er hún með nice og afslappaðan stíl sem ég fíla mikið.
@matildadjerf
Hana er ég nýbyrjuð að followa en sem komið er fíla ég efnið sem hún postar rosa vel. Kvenlegur, klassískur og sömuleiðis einfaladur stíll sem heillar augað.
@blancamiro
Blöncu er ég eflaust búin að fylgja lengst, en hún og systir mín lærðu saman úti Barcelona og ,,kynnti” hún mig fyrir henni. Ekkert smá mikill töffari og er alltaf frekar extra þegar kemur að litavali.
@_jeanettmadsen
Jeanett og Blanca eiga litegleðina sameiginlegt, en Jeanett er samt sem áður ekki jafn mikill töffari og Blanca þar sem hún klæðist frekar kvenlegum og klassískum flíkum, mjög ólíkar en að sama skapi báðar virkilega flottar!
Listinn gæti auðveldlega verið mun lengri en ég lét þetta duga að sinni, spurning að ég taki næst mína uppáhalds íslensku grammara? Þeir eru a.m.k þónokkrir..
þangað til næst og takk fyrir að lesa!
X
Melkorka
Skrifa Innlegg