Ég ákvað að taka saman 10 uppáhalds lög sem komu út árið 2016… Þar sem árið er jú alveg að verða búið, en eftir frekari umhugsun vildi ég skipta yfir í að skrifa um topp 10 plötur, þar sem það er gjörsamlega ómögulegt að koma með 10 laga lista sem ég yrði fullkomlega sátt við, því úrvalið er gríðalegt – first world problem, fattiði?
Ég s.s hélt að það yrði auðveldara að gera upp á milli platnanna, það var hinsvegar ekki raunin…
Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu erfitt þetta var, enda kom realese á eftir realese á eftir realese… Kanye, Kendrick, Drake, Chance The Rapper, Lil wayne & 2 Chainz, Rihanna osfrv osfrv…
Að búa til þennan lista var alls ekki auðvelt eins og ég kom inná áðan en ef þið eruð forvitin um hvaða plötur ég valdi sem top 10 þá megiði endilega halda áfram að lesa..
(ATH: engin sérstök uppröðun)
Chance The Rapper – Coloring Book (mixtape)
Coloring book er 3. Mixtapeið sem hann gefur frá sér, ég gat ekki hætt að hlusta á það þegar það kom út.
–
Beyonce – Lemonade
Artwork eftir queen B. Hún gaf út eina geggjaða plötu, rúsinan í pylsuendanum var hinsvegar að hún gaf hana út sem visusal album á tidal – frekar tryllt allt saman svo ekki sé meira sagt.. Þeir sem hafa ekki enn kynnt sér söguna bakvið plötuna geta gert það hér og mæli ég eindregið með því!
–
J Cole – 4 Your Eyez Only
Ég fékk að sjá J cole með berum augum í sumar og var það æðisleg upplifun, ég viðurkenni fúslega að ég vanmat hann algjörlega fyrir þetta performance, enda hafði ég aldrei gefið mér tíma til að kynnast honum almennilega – núna hef ég gert það and its no turning back, platan kom út í byrjun desember og hefur hún verið á repeat síðan
–
Aron Can – Þekkir stráginn
Allir á Íslandi ættu að þekkja Aron, enda snilldar talent þrátt fyrir ungann aldur, og verðskuldar sæti á þessum lista, enda kom hann mér í gegnum vorprófin í ár og býst ég við því sama þegar ég byrja í prófunum í jan.
–
Drake – Views
Mjög nice plata eins og Drake einum er lagið, get hreinlega ekki beðið eftir að sjá hann live í febrúar
–
Kanye West – The Life Of Pablo
Þetta er engin Dark Twisted Fantasy eða Collage Dropout en virkilega góð plata samt sem áður, uppáhalds lagið mitt á henni þessa stundina er “Fade” og myndbandið er frekar spicy og cool og er Teyana Taylor ekkert eðlilega flott í því…
video-ið er að finna hér
–
Young Thug – Jeffery
Veit ekki hvað ég skal segja meira en mér finnst þessi plata bara góð.
–
The Weeknd – Starboy
Weeknd er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum svo auðvitað set ég hann á listann. Ég tel að Weeknd sé að endurfæðast sem listamaður með þessari plötu, allavegana bendir margt til þess í myndböndunum hans, þá sérstaklega Pantherinn sem sést í sumum þeirra, og er ég frekar spennt að sjá hvað hann mun gefa út í framtíðinni ef það reynist rétt hjá mér.
–
YG – Still Brazy
Mega nice plata eftir YG, en hann varð skotinn í júní 2015, en þá var hann byrjaður á plötunni.
Skotárásin setti sinn svip á hana og kom hún mjög vel út.
–
Skepta – Konnichiwa
Fyrir utan hversu nettur Skepta er þá er þessi plata masterpiece, love every bit of it og finnst breski hreimurinn setja punktinn yfir i-ið. Konnichiwa er plata ársins að mínu mati..
Ég gæti auðveldlega bætt fleiri plötum við listann en lét þessa upptalningu duga í bili.
Þangað til næst!
x Melkorka
Skrifa Innlegg