Fyrir mitt leiti er það afar mikilvægt að nota svitalyktareyði án áls, en það eru u.þ.b tvö ár síðan ég komst af skaðseminni sem ál í svitalyktareyði getur haft í för með sér – rannsóknir hafa sýnt að ef líkaminn safni í sig áli getur það haft skaðleg áhrif á heilann og einnig getur það leitt til brjóstakrabbameins, svo eitthvað sé nefnt. Það hefur þó verið mér hugleikið að finna svitalyktaeyði sem er með góðri lykt og endist, hingað til hef ég verið að nota einhverja náttúrulega steina og svitalyktaeyði frá dr. organic, ég var ekki nógu ánægð með þá og enda alltaf á því að skipta aftur yfir í þá sem eru með ál, þó með miklum trega og slæmri samvisku.
Ég var þó aldrei búin að tékka á minni uppáhalds snyrtivöruverslun og tryggum samstarfsfélaga the body shop hvort þau væru ekki með einn állausan svitalyktareyði til sölu – því miður þá voru þau ekki með einn slíkan en Lovísa, verslunarstjórinn hérna á Akureyri sagði mér að þau ættu von á svoleiðis vöru, mér til mikillar gleði.
**Vöruna fékk ég að gjöf
Nú loksins eru þeir mættir og er ég nokkuð viss um að ég hafi nælt mér í síðasta eintakið þegar ég fór, en þeir eru fáanlegir í tveimur ilmum – annar er ferskari og léttari (Cherry Blossom) og hinn er örlítið þyngri (Black musk).
Ég get ekki sagt að endingin sé jafn góð á þeim sem ég hef verið að nota sem innihalda ál, en ilmurinn er alls ekki síðri. Svo þessi hefur verið ágætis lending fyrir mig, þó ég þurfi að setja hann á mig 2x á dag.
En ég vil hvetja alla sem lesa þessa færslu að kynna sér skaðsemi áls betur, en það er t.d hægt að gera á vefsíðu heilsuhússins.
X
Melkorka
Fylgið mér á instagram @melkorkayrr
Skrifa Innlegg