Þá er ég ný lent heima á Akureyri eftir nokkra daga fyrir sunnan. Ástæða ferðarinnar að þessu sinni voru fyrirtækjaheimsóknir og háskólakynningar í HR og HÍ með skólanum. Svo súrealiskt hvað það er stutt í útskrift (!!)
Þrátt fyrir að þessar heimsóknir voru það það sem togaði mig í bæinn að þessu sinni náði ég samt sem áður að bralla hina og þessa hluti eins og það að fara á Glamour x HM viðburðinn sem ég bloggaði um daginn. Einnig fórum við stelpurnar á Kareoke kvöld á sæta svíninu á miðvikudaginn, það vakti mikla lukku í hópnum og ef þið hafið ekki ennþá skellt ykkur mæli ég með því enda ótrúlega skemmtilegt vibe hjá Dóru Júlíu og Þórunni Antoníu.
Eftir fyrirtækjaheimsóknirnar á föstudeginum bauð ég Rúbinu í late dining kvöldverð á Tapas barnum Guð minn góður hvað allt smakkaðist vel! fórum við í 6 rétta (+ 2 eftirréttir) samsettan seðil – við þurftum hinsvegar að játa okkur sigraðar fyrir síðasta eftirréttinn :( og er ég enn á bömmer yfir að hafa ekki náð að klára en við gengum út heldur betur pakksaddar og sælar.
Ég endaði síðan helgina á að vera fyrirsæta í útskriftarverkefni hjá nemanda í Mood makeup school og eru svoleiðis verkefni alltaf jafn skemmtileg.
Mjög góð og vel heppnuð ferð að baki og nice að vera komin heim í rútínu, þó ég hefði viljað fá borgarblíðuna með mér hingað norður…
það var ekki meira að þessu sinni,
gleðilegan mánudag og þangað til næst!
x
Melkorka
Skrifa Innlegg