fbpx

Pakka niður…

Lífið Mitt

Ég hef aldrei á ævinni verið jafn fljót að pakka niður. Þetta þarf ég að gera oftar að vera bara búin að ákveða allan klæðnaðinn og þá þarf ég ekkert að vera í stressinu úti að velja í hverju ég á að vera eða vera í stressi að ná í búðir að versla föt. Eina innkaupamission ferðarinnar er að finna almennilegan skóbúnað. Mínir fínu vetrarskór dóu um daginn þegr bókstaflega allur botninn fór undan öðrum þeirra. En ég hef 6 daga til að finna skónna svo ég næ því vonandi og rúmlega það ;)

Núna er ég líklega að lenda í Kaupmannahöfn og á leiðinni inní bæinn og þarf að drepa tíma áður en ég get tékkað mig inná hótelið sem ég get ekki fyr en klukkan 3. Svo ég ætla að nýta dauða tímann til að koma mér fyrir á einhverju þæginlegu kaffihúsi með wifi ;)

pakka pakka2 pakka3 pakka4 pakka5 pakka6 pakka7 pakka8Það voru tvær flíkur sem voru keyptar sérstaklega fyrir ferðina á síðustu stundu – bókstaflega! Hvíti blazerinn hér að ofan er fullkomin flík sem ég á eftir að nota mikið á næstunni, sérstaklega í sumar. Planið er að klæðast honum í kvöld á Fashion Blogger Awards yfir BettyBlue samfestinginn HÉR. Þetta var eina dressið sem var ekki tilbúið og það var að fara með mig að vera ekki reddí með öll dressin. Hann er á 7990 kr og er líka til svartur – ég verð eiginlega að eignast hann líka….

Svo er það kápan á neðstu myndunum sem er nýja ástin mín. Þessi verður góð í kuldanum í Kaupmannahöfn en þar sem hún er svona ljós yfirlitum þá verður hún aðeins hressandi fyrir skammdegið. Kápan er á 16990 kr – gjafaverð að mínu mati.

En ég var líka að fá að vita það í gær að ég fæ að fara í heimsókn í showroom hjá einni af minni uppáhalds verslun – sem er einmitt hér á Íslandi. Ég er vandræðalega spennt nákvæmlega jafn vandræðaleg og ég verð þegar ég rekst á Stine Goya baksviðs á sýningunni hennar – það verður eitthvað!! Jebb ég fæ að fara á Stine Goya sýninguna en ég er eiginlega lang spenntust fyrir henni en hún er uppáhalds danski hönnuðurinn minn <3

EH

Mamma mín

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. magga

    29. January 2014

    Hvaða stærð tókstu hvíta blazerinn í? Eru þetta stórar stærðir?

    • Reykjavík Fashion Journal

      29. January 2014

      Ég tók hann í small – hann er dáldið rúmur fannst mér. Hefði venjulega tekið medium en hann var bara alltof stór :/