fbpx

Betty Blue

Ég Mæli MeðFallegtLífið MittNýtt í Fataskápnum

Samfestingar hafa lengi heillað mig en ég hef bara aldrei fundið neinn sem henar mér. Yfirleitt er það þá efnið í flíkinni sem mér finnst ekki henta mér.

Það styttist í utanlandsferð hjá mér – vinnuferð sem mig hefur lengi dreymt um að fara í. Á morgun mun ég kjafta frá en m.a. þá liggur leið mín á mjög skemmtilega verðlaunaafhendingu. Til að koma í veg fyrir að ég myndi leggjast í sjálfsvorkunarkast yfir að hafa ekki tekið með neina ákveðna flík til að vera í þetta kvöld fór ein slík heim með mér úr ferð í Smáralind á föstudaginn. Loksins fann ég samfesting sem hentar mér!

betty3 betty4

Betty Blue nefnist þessi gersemi og fæst í Vila á litlar 12900 kr sem er mjög lágt verð fyrir samfesting – alla vega miðað við þá sem ég hef verið að máta undanfarið. Efnið er mjög skemmtilegt – það er gróft og eiginlega eins og það sé lauslega prjónað. Inní efnið tvinnast smá lurex tvinnar sem gefa þessum einfalda samfestingi glitrandi áferð eins og sést betur á myndinni hér fyrir neðan.

betty2

 

Ég fór ekki bara með eina flík heim úr Vila heldur kom þessi peysa með líka – síð, þykk og fullkomin. Hún kom í þremur litum, þessi sem ég er í er uppseldur en hún er til svört og steingrá. Hún seldist nánast bara upp sama dag og hún kom – en ég er alveg með það á hreinu hvenær það koma nýjar vörur í uppáhalds búðina mína og það eru greinilega fleiri.

betty

Þessi verður ofnotuð og kemur líka með út. Ég ákvað að treysta ekki á að geta farið í mikið búðarráp úti og ætla því að taka með mér út dress fyrir hvern dag.

Eins og er vantar mig dress fyrir einn dag í viðbót en ég held ég sé komin með það eftir Smáralindarferð dagsins. Ég verð svo löngu búin að pakka fyrir þessa ferð áður en ferðadagurinn rennur upp – þetta er hálfvandræðalegt. Reyndar er ég bara fegin að verða búin með það, þá get ég einbeitt mér að öðru. Já ég er bara þannig að ef ég veit ekki í hverju ég á að vera þá getur allt farið í fokk – stundum er ég svona skrítin.

EH

Förðunartrend vor/sumar 2014 #1

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

 1. Fanney

  20. January 2014

  Hvar fékkstu skóna ? :)

 2. Hekla

  20. January 2014

  Ahh flottur! Ég þarf að fá þennan, voru einhverjir eftir? :)

 3. Ólöf

  20. January 2014

  Hvað kostaði peysan? :)

 4. Bára

  20. January 2014

  ÆÐI ! Vila stendur alltaf fyrir sínu ;)

 5. Kristín P

  21. January 2014

  Þú ert hrikalega flott í honum Erna mín!