fbpx

Förðunartrend vor/sumar 2014 #1

FashionmakeupMakeup TipsSS14TrendVarir

Jæja þá er komið að því að fara almennilega yfir förðunartrendin sem eru framundan. Ég nenni eiginlega ekki að fresta þessum færslum lengur mig langar í vor og kannski get ég flýtt komu þess með því að skarta einhverjum af þessum trendum. Nú styttist í komu allra vorlínanna frá förðunarvörumerkjunum svo það er ekki seinna en vænna að fara að fríska uppá snyrtibudduna með vörum í líflegum litum.

Sýnileiki varalita minnkar ekkert en litirnir breytast þó aðeins. Áherslan er mjög mikil á orange tóna í varalitum og ég tók saman nokkrar myndir frá tískuvikunum sem fóru fram í byrjun haustsins þar sem þetta trend var áberandi. Fyrir neðan tók ég svo saman myndir af tveim varalitum sem eru að mínu mati nauðsynlegir í snyrtibudduna í sumar.

Screen Shot 2014-01-19 at 9.20.44 PM Screen Shot 2014-01-19 at 9.21.01 PM Screen Shot 2014-01-19 at 9.21.19 PM Screen Shot 2014-01-19 at 9.21.47 PM Screen Shot 2014-01-19 at 9.21.57 PM

Hér eru svo þeir tveir varalitir sem mér finnst nauðsynlegir í snyrtibudduna fyrir sumarið. Annan þeirra á ég nú þegar, liturinn frá Maybelline kom síðasta sumar og er nákvæmlega sá sami og er notaður í DKNY sýningunni. Hann er stingandi appelsínugulur með ótrúlega sterkum pigmentum eins og hinir Vivids litirnir frá merkinu. Dior liturinn er alveg sjúkur ég fékk að pota í testerinn um daginn og ég kolféll fyrir honum. Liturinn gefur matta flauelsáferð með mjög sterkum ljós appelsínugulum lit. Varaliturinn er hluti af vorlínunni frá merkinu og er væntanlegur í búðir í lok vikunnar eða byrjun þeirra næstu – þið getið myndað röð fyrir aftan mig ;)

Screen Shot 2014-01-19 at 9.07.07 PMMjög ólíkir varalitir á ólíkum verðum – en smellpassa báðir inní trend sumarsins. Ég hef góða tilfinningu fyrir sumrinu sem verður án efa betra en það síðasta. Ég sé fyrir mér miklu fleiri daga þar sem ég get klæðst ljósum gallabuxum, strigaskóm, þunnri skyrtu og skartað orange vörum við :)

EH

En fyrst....

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Dúdda

    20. January 2014

    Vonderfúl! Þetta ætla ég að skoða í næstu heimsókn til höfuðborgarinnar

  2. Una Unnars

    20. January 2014

    Hæhæ,

    Ótrúlega skemtilegt trend, orange varir gefa svo frísklegt lúkk en alltaf þegar ég prufa orange tóna á sjálfa mig þá finnst mér eins og tennurnar mínar virka gulari þrátt fyrir að ég sé í raun með mjög hvítar tennur.
    Er til eitthvað ráð við því eða trix hvernig maður velur akkurat rétta litinn fyrir sig ?

  3. Guðrún

    20. January 2014

    Skemmtilegt trend! Veistu hvaða varalitur er notaður í Christian Siriano sýningunni?

  4. Matthildur

    20. January 2014

    Dásamlegir litir…þú ert alltaf með þetta :) Annar æðislegur litur sem ég má til með að nefna í þennan hóp er Vegas Volt frá M.A.C…..sumarliturinn minn hingað til, en kannski að ég prófi nýjan núna :)