fbpx

Mamma mín

Lífið Mitt

Ég sat með tárin í augunum á meðan ég las eina fallegustu grein sem nokkurn tíman hefur verið skrifuð. Greinin er skrifuð frá dóttur til látinnar móður þar sem hún fer yfir þeirra fallega samband og hvað henni finnst óraunverulegt að hún sé búin að lifa lengur án móður sinnar en hún fékk að lifa með henni.

Ég mæli svo sannarlega með lesningunni sem þið getið séð HÉR.

Eflaust fær þetta mikið á mig þar sem ég þekki vel til einnar svipaðrar sögu. Ég fékk aldrei tækifæri til að kynnast ömmu minni, mömmu mömmu minnar. Amma mín var tekin alltof snemma frá sínum en mamma mín var aðeins nokkurra ára gömul þegar amma dó. Að þurfa að alast upp án móður mun ég aldrei skilja hvernig er hægt en mamma mín komst í gegnum það. Eins oft og ég hef óskað þess að hafa fengið bara eitt tækifæri til að sjá ömmu mína, heyra röddina hennar, finna hlýjuna frá henni bara einu sinni. Fyrir hvert eitt svoleiðis skipti hjá mér þá veit ég að mamma hefur gert það milljón sinnum oftar.

mamma

Ég og mamma erum góðar vinkonur í dag en eins og kannski hjá mörgum öðrum mæðgum þá hafa okkar samskipti verið upp og niður. Ég var ekkert sérstaklega skemmtileg dóttir á gelgjuskeiðinu en ég mun reyna að bæta upp fyrir það það sem eftir er. Mömmu mína hef ég lært að taka ekki sem sjálfsagðan hlut þó það hafi vissulega tekið mig smá tíma. Samband okkar batnar og styrkist með hverjum deginum.

Þegar ég skrifa þetta fer hugurinn minn ósjálfrátt að hugsa um hvar ég mögulega væri ef ekki hefði verið fyrir mömmu mína. Ég er alveg sannfærð um að mamma mín eigi stóran þátt í því að ég varð að þeirri manneskju sem ég er í dag og henni verð ég alltaf óendanlega þakklát fyrir það.

Screen Shot 2014-01-26 at 7.26.20 PM

Mamma mín er snillingur – í alvörunni hún er það, þið sem þekkið til hennar vitið það. Ég er svo heppin að ég þarf ekki að ímynda mér hvernig það er að lifa án hennar því hún gerir líf mitt svo miklu skemmtilegra og viðburðarríkara. Við mamma þykjum ótrúlega líkar og síðast í gær fengum við að heyra það að við gætum verið tvíburasystur. Það er dáldið krúttlegt hvað mömmu finnst alltaf gaman að heyra þetta, þekkjandi hana þá veit ég að þau hrós tekur hún ekki til sín sem hrós fyrir það hvað hún líti út fyrir að vera yngri en hún er (sem hún gerir reyndar svo sannarlega). Heldur þykir henni svo gaman að fólki finnist ég lík henni manneskjunni sem hún er svo óendanlega stolt af.

Eftir að hafa lesið greinina sem ég vísa í hér fyrir ofan sé ég ótrúlega vel hvað ég er heppin. Ég fæ að eiga konu sem ég kalla mömmu sem elskar mig sama hvað ég geri og myndi gera hvað sem er fyrir mig. Ég fæ að eiga fyrirmynd sem ég get leitað til þegar kemur að því að vera mamma sjálf. Ég fæ að eiga vinkonu sem ég get treyst betur en nokkrum öðrum í lífi mínu.

Eins mikið og ég vildi óska þess að ég fengi að hitta ömmu mína þó það væri ekki bara nema að sjá hana bregða fyrir í Kringlunni þá myndi ég alltaf fórna því fyrir andartaki fyrir mömmu mína. Bara svo að hún gæti mögulega fengið að upplifa þetta sem ég segi um hana hér fyrir ofan. Ég veit að ef mömmu biðist að ekki meira en bara að eiga eitt gelgjurifrildi við mömmu sína þá myndi hún þiggja það með bros á vör.

Sjálf á ég það til að horfa upp til himna á eina tiltekna stjörnu sem skín alltaf svo skært. Ég hef horft á hana frá því ég var lítil stelpa. Þegar ég horfi á hana sé ég fyrir mér ömmu skærbrosandi að fylgjast með mömmu, mér og okkar fólki.

Mamma mín þú ert besta mamma sem nokkur gæti óskað sér ég veit að við bróðir minn erum alveg sammála um það. Ég elska þig útí hið óendanlega og tilbaka og mun aldrei taka þér sem sjálfsögðum hlut.

EH

Ný bók í safnið

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Inga Rós

    27. January 2014

    Mömmur eru bestar. Svoleiðis er thað bara. Yndislegt að sjá að thú kannt að meta thína!
    Mamma mín lést skyndilega thegar hún var aðeins 50 ára og ég var 24. Ég sakna hennar á hverjum degi!

  2. Þóra Magnea

    27. January 2014

    Takk fyrir þetta yndisleg. Um leið og ég les þetta fyllist hjarta mitt af ást til þín. Ég er óendanlega stolt af þér! Þú ert mikil fyrirmynd, fyrirmynd sem ert óhrætt við að láta drauma þína rætast. Það er eiginleiki sem er ekki sjálfsagður en gríðarlega dýrmætur. Elska þig.

  3. Sigrún Alda

    28. January 2014

    Úff aðeins of tilfinningaríkt, er svo ánægð með að þegar að fólk kann að meta mömmu sína. Það er núna komið eitt og hálft ár síðan að mamma mín lést og þá var ég einmitt aðeins 18 ára. Endilega njóttu lífsins með henni eins og þú getur! Mömmur eru svo dýrmætar. Skrifaði einmitt þennan pistil um þetta mál: https://www.facebook.com/notes/sigr%C3%BAn-alda-ragnarsd%C3%B3ttir/hugsa%C3%B0u-%C3%BEig-tvisvar-um/10150966432996942

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. January 2014

      Þetta eru falleg orð hjá þér, samhryggist þér innilega og sendi hlýjar kveðjur og knús til þín***

  4. Heiðar Jónsson

    28. January 2014

    Vissi ekki að Mamma þín væri ein af okkar alfellegustu fegurðardrottningum. Til lukku með hana!
    Heisi.