Það hefur ekki farið framhjá neinum að síðastliðin misseri hafa strigaskór náð gríðalegum vinsældum hjá tískuunendum og fleirum, og þarf það trend varla að nefna. En nú hafa sneaks sem ég kýs að kalla oversized verið meira áberandi en ella og tek ég því trendi fagnandi enda lengi verið skotin í chunky skóm. Allt frá strigaskóm upp í fínni týpur – sjálf hef ég meresegja leiðst út í svoleiðis öfgar að versla mér sneakers í einu-tveimur nr. of stórum til þess að skórinn verði meiri um sig…
Í þessum tískumánuði hefur þetta trend verið sérstaklega áberandi, bæði á tískupöllunum og í streetwear senunni.. ég ímynda mér að þetta look sé ekki fyrir alla, persónulega fíla ég það í botn. En svo gæti alveg eins verið að þetta hype verði jafn þreytt og Roshe run skórnir sem allir þurftu að eignast á tímabili – hvað haldi þið?
svo næst þegar draumaparið ykkar er einungis til í einu nr. of stóru þá vitiði amk af þessu haha!
Þangað til næst,
X
Melkorka
Skrifa Innlegg